Er verið að blekkja fólk? Reynir Böðvarsson skrifar 27. október 2024 10:32 Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Það væri ömurleg þróun á íslensku samfélagi ef áfram verður haldið á veg nýfrjálshyggjunnar, það þýðir einfaldlega að Norræna velferðarmódelið verður yfirgefið og fetað í spor anglósaxniskra hefða sem bjóða upp á aukna stéttaskiptingu og ójöfnuð. Ég held ekki að íslenskur almenningur mundi velja þá vegferð væri þjóðaratkvæðagreiðsla um það, ég held að atkvæðin mundu falla með afgerandi meirihluta Norræna velferðarmódelinu í vil. Vissulega eru hægriflokkar á Norðurlöndum að markaðsvæða allan fjandan en það er yfirleitt í óþökk almennings, það er auðvitað gert af hugmyndafræðilegum orsökum fyrst og fremst og líkist einna helst sekt trúaðra á nýfrjálshyggjuna sem er á góðri leið með að brjóta niður það sem hefur þó áunnist fyrir hennar tíma. Þetta þarf að stoppa og Miðflokkurinn og Viðreisn eiga ekkert erindi í Íslenska pólitík nú frekar en fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast alltaf verið til óþurftar. Hvað varðar útlendingaandúð og rasisma sem Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bera fram ásamt hluta af Sjálfstæðisflokknum þá held ég að verið sé að blekkja fólk. Vandamál við útlendinga á Íslandi hefur í raun ekkert að gera með hælisleitendur nema í tveimur tilfellum, þeir eru einfaldlega svo fáir nema þeir sem þjóðin opnaði arma sína gagnvart, flóttamönnum frá Úkraínu og svo fólkið frá Venesúela sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi að veita sérstakt skjól í undirlægjuhætti sínum við Bandaríkin. Ekkert hinna Norðurlandanna gerði það. Þetta er heimatilbúið vandamál undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur í raun ekkert að gera með alþjóðlega flóttamenn sem eru mjög fáir á Íslandi. Útlendingarnir sem þessir flokkar eru að ala andúð á eru einfaldlega fólk innan EES sem hefur flutt hingað, vinnur og heldur þjóðfélaginu gangandi. Við hefðum aldrei komist úr efnahagskreppunni án þeirra. Ég vona þrátt fyrir allt að Vinstri-græn nái sér á strik, en það má ekki vera á kostnað Sósíalistaflokksins því þeir eru þeir einu sem er treystandi til þess að halda uppi alvöru vinstristefnu, í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, sem sögulega á allan heiður af framþróun þjóðfélaga á vesturlöndum og víðar fram að nýfrjálshyggju. Í VG er margt gott fólk sem getur komið að gagni í baráttunni fyrir vinstri áherslum þótt minna hafi fyrir því síðustu ár hjá þeim. Það er sorglegt að Samfylkingin sé að flörta við þessar fáránlegu hugmyndir um hættu vegna margra flóttamanna, þær standast enga skoðun og ég vona svo sannarlega að ekki verði haldið áfram á þeirri braut. Bæði hvað varðar þennan málaflokk og nýfrjálshyggju þarf Samfylkingin aðhald, sterkt aðhald, við þekkjum það úr Svandinavíu. Sósíalistar og Píratar geta veit aðhald þegar kemur að mannréttindum og gagnsærri stjórnsýslu. Sósíalistaflokkurinn er hinsvegar eina raunverulega aðhaldið sem gerir von um að halda aftur af nýfrjálshyggjunni og þeirri öfga hægri stefnu sem hefur fengið að grassera á Íslandi í áratugi. Loftlags vandinn er mikilvægasta mál komandi kynslóða og á honum verður að taka. Þar er eingöngu hægt að treysta á flokkana vinstra meigin við miðju og svo Pírata. Skammtíma gróða hugsjónir hægri flokkana eru einfaldlega í andstöðu við þær nauðsynlögu langtíma aðgerðir sem fara verður í ef ekki á að fara illa. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru betur í stakk búin til þess að takast á við vandan og þar er stefna Sósíalistaflokksins skýr. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar