Markakóngurinn Benoný: „Þetta var bara geðveikt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:36 Benony Breki Andrésson er markakóngur Bestu-deildarinnar. Vísir/Anton Brink Benoný Breki Andrésson átti vægast sagt góðan leik er KR tók á móti HK í lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í dag. KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28