Upphafsmínútur leiksins voru mjög fjörugar. Gestirnir komust yfir strax á 2. mínútu en Davíð jafnaði fjórum mínútum síðar. Motor Lublin endurheimti forystuna á 8. mínútu og staðan var 1-2 allt þar til mínúta var eftir af fyrri hálfleik.
Þá skoraði Davíð sitt annað mark og staðan í hálfleik því 2-2. Davíð fullkomnaði svo þrennu sína þegar hann kom Cracovia í 3-2 á 72. mínútu.
Heimamenn bættu svo þremur mörkum við á lokakaflanum. Davíð lagði það sjötta og síðasta upp.
Með sigrinum komst Cracovia upp í 3. sæti deildarinnar. Liðið er með 26 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Lech Poznan.