Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra Ragna Benedikta Garðarsdóttir skrifar 26. október 2024 07:01 Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun