Valdníðsla og hneyksli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2024 19:08 Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina er ósátt við vendingar dagsins. vísir Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. Forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra hefur ráðið Jón Gunnarsson í matvælaráðuneytið og verður sá síðarnefndi til aðstoðar en ekki ígildi ráðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra eða vararáðherra eða neitt slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Tryggja þurfi samfellu í stjórnkerfinu Tryggja þurfi að mál fái afgreiðslu og að stjórnsýslan geti gengið sinn vanagang á meðan starfsstjórnin er að störfum. „Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem skipar slíka hópa og annað slíkt.“ Býstu við, á þessum tíma sem eftir er, að hvalveiðileyfi verið gefið út, t.d. til Hvals? „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer, ef tími er til þá getur það gerst.“ Hefur umsókn komið fram frá Hval? „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Beri vott um valdníðslu Og verður hún tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar. Talskona Hvalavina segir vendingar dagsins hneyksli. „Mér finnst það bera vott um mikla valdníðslu ef að Sjálfstæðismenn ætla að nýta þetta tækifæri í sex vikna starfsstjórn þar sem þeirra eina verkefni átti að vera að klára fjárlögin. Að þeir ætli að nýta það tækifæri til að gefa út veiðileyfi þrátt fyrir að það sé enn nefnd að störfum að taka út forsendur hvalveiða og hvort við eigum yfir höfuð að halda þeim áfram,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð í málinu. „Já mér finnst þau bera ábyrgð. Mér finnst að þau hefðu getað tekið þessar sex vikur, þau eru búin að vera með þeim í stjórn í sjö ár og hefðu getað lifað af sex vikur í viðbót bara til að halda utan um þessi málefni, að það sé ekki verið að ana út í einhverjar ákvarðanir án samráðs við þingið.“ Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra hefur ráðið Jón Gunnarsson í matvælaráðuneytið og verður sá síðarnefndi til aðstoðar en ekki ígildi ráðherra. „Við erum ekki að setja nýjan ráðherra eða vararáðherra eða neitt slíkt. Hann er ekki með vald til að taka stjórnsýsluákvarðanir heldur er mér til aðstoðar við að undirbúa mál og taka ákvarðanir í þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Tryggja þurfi samfellu í stjórnkerfinu Tryggja þurfi að mál fái afgreiðslu og að stjórnsýslan geti gengið sinn vanagang á meðan starfsstjórnin er að störfum. „Það þarf að gefa út leyfi, afgreiða umsóknir, taka við skýrslum starfshópa og eftir atvikum setja inn fólk sem skipar slíka hópa og annað slíkt.“ Býstu við, á þessum tíma sem eftir er, að hvalveiðileyfi verið gefið út, t.d. til Hvals? „Það verður bara að koma í ljós í hvaða stjórnsýsluferil það fer, ef tími er til þá getur það gerst.“ Hefur umsókn komið fram frá Hval? „Umsókn er komin til ráðuneytisins.“ Beri vott um valdníðslu Og verður hún tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar. Talskona Hvalavina segir vendingar dagsins hneyksli. „Mér finnst það bera vott um mikla valdníðslu ef að Sjálfstæðismenn ætla að nýta þetta tækifæri í sex vikna starfsstjórn þar sem þeirra eina verkefni átti að vera að klára fjárlögin. Að þeir ætli að nýta það tækifæri til að gefa út veiðileyfi þrátt fyrir að það sé enn nefnd að störfum að taka út forsendur hvalveiða og hvort við eigum yfir höfuð að halda þeim áfram,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð í málinu. „Já mér finnst þau bera ábyrgð. Mér finnst að þau hefðu getað tekið þessar sex vikur, þau eru búin að vera með þeim í stjórn í sjö ár og hefðu getað lifað af sex vikur í viðbót bara til að halda utan um þessi málefni, að það sé ekki verið að ana út í einhverjar ákvarðanir án samráðs við þingið.“
Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. 25. október 2024 11:24
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17