Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlýlega til okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 11:03 Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Bylgjan „Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu. Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb. Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Fram mætir KA í lokaumferð Bestu deildarinnar í Úlfarsárdal á morgun. Þar verða seldar einstakar Fram-treyjur í takmörkuðu upplagi, sem Gunni Hilmars hannaði, til styrktar Ljósinu auk þess sem allur aðgangseyrir rennur til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. „Við viljum náttúrulega að Fram sýni samfélagslega ábyrgð. Við viljum styrkja samfélagið og láta gott af okkur leiða. Okkur fannst Ljósið vera með það góða starfsemi, og það er tenging sem að því miður allt of margir hafa við krabbamein og þannig sjúkdóma,“ segir Guðmundur í myndbandi sem Fram birti á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) „Það vill nú þannig til að við í fjölskyldunni misstum systur okkar, Bryndísi, í janúar síðastliðnum og það var mikið áfall fyrir fjölskylduna. Við erum mjög náin,“ segir Guðmundur og bætir við: „Hún heimsótti Ljósið ansi oft, talaði afskaplega vel um það, og starfið sem unnið er þar er gríðarlega mikilvægt fyrir skjólstæðinga þess, og einnig fjölskyldur sem eiga um sárt að binda, oft á tíðum. Þannig að við viljum klárlega styðja þannig málefni,“ segir Guðmundur. „Viljum vera félag sem styður svona málefni“ Guðmundur og Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, mættu í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og ræddu um leikinn og mikilvægi starfsemi Ljóssins, sem og framlags velunnara. „Ljósið er frábært málefni og starfsemi sem við viljum styðja. Við viljum vera félag sem styður við svona málefni og þegar þessi hugmynd kom upp í vor þá settum við okkur í samband við þau í Ljósinu, og ákváðum að hafa leik til stuðnings þess,“ segir Guðmundur. Ljósið er með stóra og mikla starfsemi og býður upp á fjölbreytta dagskrá alla daga. Erna segir að þangað komi um og yfir 600 manns á mánuði sem sinnt sé andlega, líkamlega og félagslega. Stuðningur á borð við þann sem Framarar sýni nú sé dýrmætur: „Þetta er alveg dásamlegt og mig langar að þakka Fram fyrir. Það er yndislegt að eiga svona velunnara úti í samfélaginu og á því höfum við byggt Ljósið mjög lengi, frá upphafi. Að fólk komi og styrki okkur og hjálpi, og láti þessa endurhæfingu lifa áfram. Svo er bolurinn svo fallegur! Ég hlakka bara til að mæta á leikinn,“ segir Erna en hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Leikur Fram og KA fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 14. Miðasala á leikinn, og þar með stuðningur við Ljósið, fer fram í gegnum Stubb.
Besta deild karla Fram KA Krabbamein Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn