Hrokafullir Belgar skrifa um skömmina á Íslandi: „Miðlungslið valtar yfir Víkinga“ Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2024 10:00 Víkingur Reykjavík vann í gær sögulegan sigur í Sambandsdeild Evrópu þegar að liðið bar 3-1 sigur úr býtum gegn belgíska úrvalsdeildarfélaginu Club Brugge Vísir/Anton Brink „Hlaupabraut í kringum völlinn. Myndavélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínulitlum vinnuskúr. Þetta er Sambandsdeildin dömur mínar og herrar. Á Kópavogsvelli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykjavíkur og Cercle Brugge í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópavogsvelli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjölfar leiksins. Eins og greint hafði verið frá fyrir leik er þjálfari Cercle Brugge, Miron Muslic, undir mikilli pressu þar sem að gengi Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni hefur verið langt undir væntingum á yfirstandandi tímabili. Það hafði kvisast út við upphaf ferðar Cercle Brugge hingað til lands að Muslic hefði fengið þau skilaboð frá stjórn félagsins að hann mætti fórna leiknum gegn Víkingum því að hann þyrfti einfaldlega að stýra Cercle Brugge til sigurs gegn Union St. í belgísku úrvalsdeildinni um komandi helgi til þess að halda starfi sínu. Nokkrir af helstu leikmönnum Brugge liðsins voru skildir eftir heima í Belgíu en það skal ekkert taka af Víkingum í kjölfar 3-1 sigursins. Vel verðskuldaður sigur og flott frammistaða. Belgísku miðlarnir hafa hins vegar rifið upp brandarabókina í kjölfar leiksins og haft aðstæður hér á Íslandi sem og knattspyrnuleg tilþrif Víkinga að háði og spotti. „Það að á þessum velli hafi farið fram Evrópuleikur er klikkaðra en orð fá lýst,“ segir í grein Nieuwsblad sem ber fyrirsögnina: „Skömmin á Íslandi.“ „Heimavöllur Víkinga stenst ekki kröfur UEFA og þá var þjóðarleikvangur Íslendinga ekki leikhæfur. Alvarlegar viðræður áttu sér stað við UEFA sem gaf að lokum grænt ljós á að leikurinn yrði spilaður á heimavelli erkifjenda Víkinga, Kópavogsvelli Breiðabliks.“ Danijel Dejan Djuric fagnar öðru marki Víkinga í leiknumVísir/Anton Brink Leikurinn hefði verið svipaður þeim sem spilaður sé í neðri deildum Belgíu. „Sökum þess að leikurinn hófst klukkan hálf þrjú að degi til leið manni eins og maður væri að horfa á leik í áhugamannadeildum Belgíu. Lýsandi Play-Sports frá Belgíu þurfti að athafna sig í vinnuskúr við hlið einnar stúkunnar fyrir aftan hlaupabrautina og þurfti þar að stinga höfði sínu út um gluggann til þess að sjá allan völlinn.“ Tim Wielandt var umræddur lýsandi Play-Sports á Kópavogsvelli í gær og hann birti mynd af umræddum vinnuskúr. „Taktu að þér leik í Sambandsdeildinni sögðu þeir. Það verður gaman. Farðu til Íslands sögðu þeir, það verður frábært. Velkomin. Hér sjáið þið mitt einstaka lýsendabox,“ sagði í færslu sem að Tim birti með mynd af vinnuaðstæðum sínum.“ Doe de Conference League zeiden ze. Das tof. Ga naar IJsland zeiden ze, das geweldig. Welkom aan iedereen vanuit mijn ‘unieke’ commentaarscabine 😭😂 #vikingurcercle vanaf 16u25 op Play Sports1(Nu al excuses als ik voetballers aan de overkant niet herken of zie staan😅) pic.twitter.com/4c0MhZO8ab— Tim Wielandt (@TimAnton13) October 24, 2024 Í grein Nieuwsblad er síðan hjólað rækilega í íslenska knattspyrnu og bárust skrifin að úrslitaleik Víkings Reykjavíkur og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. „Það ber að hafa það í huga að Víkingur Reykjavík er að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. Það segir sitt hvað um gæðastig knattspyrnunnar á Íslandi. Öll miðlungslið Belgíu ættu á venjulegum degi að valta yfir svona lið. En ekki þetta B-lið Cercle. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Belgíski boltinn Tengdar fréttir „Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 17:47 Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 24. október 2024 16:38 Uppgjörið: Víkingur - Cercle Brugge 3-1 | Sögulegur sigur Víkings Víkingur vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þegar liðið vann frækinn sigur gegn Cercle Brugge í annari umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 16:24 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Sjá meira
Eins og greint hafði verið frá fyrir leik er þjálfari Cercle Brugge, Miron Muslic, undir mikilli pressu þar sem að gengi Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni hefur verið langt undir væntingum á yfirstandandi tímabili. Það hafði kvisast út við upphaf ferðar Cercle Brugge hingað til lands að Muslic hefði fengið þau skilaboð frá stjórn félagsins að hann mætti fórna leiknum gegn Víkingum því að hann þyrfti einfaldlega að stýra Cercle Brugge til sigurs gegn Union St. í belgísku úrvalsdeildinni um komandi helgi til þess að halda starfi sínu. Nokkrir af helstu leikmönnum Brugge liðsins voru skildir eftir heima í Belgíu en það skal ekkert taka af Víkingum í kjölfar 3-1 sigursins. Vel verðskuldaður sigur og flott frammistaða. Belgísku miðlarnir hafa hins vegar rifið upp brandarabókina í kjölfar leiksins og haft aðstæður hér á Íslandi sem og knattspyrnuleg tilþrif Víkinga að háði og spotti. „Það að á þessum velli hafi farið fram Evrópuleikur er klikkaðra en orð fá lýst,“ segir í grein Nieuwsblad sem ber fyrirsögnina: „Skömmin á Íslandi.“ „Heimavöllur Víkinga stenst ekki kröfur UEFA og þá var þjóðarleikvangur Íslendinga ekki leikhæfur. Alvarlegar viðræður áttu sér stað við UEFA sem gaf að lokum grænt ljós á að leikurinn yrði spilaður á heimavelli erkifjenda Víkinga, Kópavogsvelli Breiðabliks.“ Danijel Dejan Djuric fagnar öðru marki Víkinga í leiknumVísir/Anton Brink Leikurinn hefði verið svipaður þeim sem spilaður sé í neðri deildum Belgíu. „Sökum þess að leikurinn hófst klukkan hálf þrjú að degi til leið manni eins og maður væri að horfa á leik í áhugamannadeildum Belgíu. Lýsandi Play-Sports frá Belgíu þurfti að athafna sig í vinnuskúr við hlið einnar stúkunnar fyrir aftan hlaupabrautina og þurfti þar að stinga höfði sínu út um gluggann til þess að sjá allan völlinn.“ Tim Wielandt var umræddur lýsandi Play-Sports á Kópavogsvelli í gær og hann birti mynd af umræddum vinnuskúr. „Taktu að þér leik í Sambandsdeildinni sögðu þeir. Það verður gaman. Farðu til Íslands sögðu þeir, það verður frábært. Velkomin. Hér sjáið þið mitt einstaka lýsendabox,“ sagði í færslu sem að Tim birti með mynd af vinnuaðstæðum sínum.“ Doe de Conference League zeiden ze. Das tof. Ga naar IJsland zeiden ze, das geweldig. Welkom aan iedereen vanuit mijn ‘unieke’ commentaarscabine 😭😂 #vikingurcercle vanaf 16u25 op Play Sports1(Nu al excuses als ik voetballers aan de overkant niet herken of zie staan😅) pic.twitter.com/4c0MhZO8ab— Tim Wielandt (@TimAnton13) October 24, 2024 Í grein Nieuwsblad er síðan hjólað rækilega í íslenska knattspyrnu og bárust skrifin að úrslitaleik Víkings Reykjavíkur og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. „Það ber að hafa það í huga að Víkingur Reykjavík er að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. Það segir sitt hvað um gæðastig knattspyrnunnar á Íslandi. Öll miðlungslið Belgíu ættu á venjulegum degi að valta yfir svona lið. En ekki þetta B-lið Cercle.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Belgíski boltinn Tengdar fréttir „Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 17:47 Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 24. október 2024 16:38 Uppgjörið: Víkingur - Cercle Brugge 3-1 | Sögulegur sigur Víkings Víkingur vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þegar liðið vann frækinn sigur gegn Cercle Brugge í annari umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 16:24 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Sjá meira
„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 17:47
Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 24. október 2024 16:38
Uppgjörið: Víkingur - Cercle Brugge 3-1 | Sögulegur sigur Víkings Víkingur vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þegar liðið vann frækinn sigur gegn Cercle Brugge í annari umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 16:24