Vopnaðir lögreglumenn og lokaðar götur í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 13:21 Vopnaðir lögreglumenn komu að umfangsmikilli öryggisgæslu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu á síðasta ári. Hið sama verður uppi á teningnum í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs. Vísir/Vilhelm Umfangsmiklar götulokanir verða í Reykjavík í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs, auk þess sem vopnaðir lögreglumenn munu sinna öryggisgæslu. Verulegar takmarkanir verða einnig á umferð um Þingvelli á mánudag. Greint er frá götulokunum í miðborg Reykjavíkur á vef lögreglunnar. Þar segir að á þinginu, sem fer fram 28. til 31. október, komi saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, auk fjölda gesta frá löndum utan Norðurlanda. Íslenska ríkið hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja. Öryggi þjóðarleiðtoga erlendra ríkja sem hingað koma sé á ábyrgð íslenska ríkisins. Víðtækar götulokanir voru í miðborg Reykjavíkur í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mikil öryggisgæsla verði í og við hið lokaða svæði meðan þingið stendur yfir. Þeir lögreglumenn sem komi að þeirri gæslu verði vopnaðir. Skemmst er að minnast víðtækra götulokana í miðborginni og vopnaðra lögreglumanna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Hörpu í maí á síðasta ári. Lokanirnar nú eru þó ekki jafn umfangsmiklar og þá. Ráðhúsið lokað Þær götulokanir sem um ræðir eru eftirfarandi: Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað. Svæðið sem um ræðir sést hér á korti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður lokað fyrir allri umferð en Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu. Bílastæðahúsinu verður lokað mánudaginn 28. október kl. 8:00 og götulokanir taka gildi á sama tíma. Lokunum verður aflétt á miðvikudeginum 30. október kl. 16:00. Þá verður Ráðhús Reykjavíkur lokað almenningi frá laugardeginum 26. október til og með fimmtudeginum 31. október. Engin gangandi umferð um Þingvelli Vegna þingsins verða einnig verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli næstkomandi mánudag, 28. október, og öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð. „Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar. Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð. Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. Ferðamenn ganga um Þingvelli. Það verður ekki í boði á mánudaginn.Vísir/Arnar Lögreglan Þingvellir Norðurlandaráð Reykjavík Umferð Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Greint er frá götulokunum í miðborg Reykjavíkur á vef lögreglunnar. Þar segir að á þinginu, sem fer fram 28. til 31. október, komi saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, auk fjölda gesta frá löndum utan Norðurlanda. Íslenska ríkið hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja. Öryggi þjóðarleiðtoga erlendra ríkja sem hingað koma sé á ábyrgð íslenska ríkisins. Víðtækar götulokanir voru í miðborg Reykjavíkur í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mikil öryggisgæsla verði í og við hið lokaða svæði meðan þingið stendur yfir. Þeir lögreglumenn sem komi að þeirri gæslu verði vopnaðir. Skemmst er að minnast víðtækra götulokana í miðborginni og vopnaðra lögreglumanna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Hörpu í maí á síðasta ári. Lokanirnar nú eru þó ekki jafn umfangsmiklar og þá. Ráðhúsið lokað Þær götulokanir sem um ræðir eru eftirfarandi: Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað. Svæðið sem um ræðir sést hér á korti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður lokað fyrir allri umferð en Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu. Bílastæðahúsinu verður lokað mánudaginn 28. október kl. 8:00 og götulokanir taka gildi á sama tíma. Lokunum verður aflétt á miðvikudeginum 30. október kl. 16:00. Þá verður Ráðhús Reykjavíkur lokað almenningi frá laugardeginum 26. október til og með fimmtudeginum 31. október. Engin gangandi umferð um Þingvelli Vegna þingsins verða einnig verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli næstkomandi mánudag, 28. október, og öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð. „Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar. Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð. Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. Ferðamenn ganga um Þingvelli. Það verður ekki í boði á mánudaginn.Vísir/Arnar
Lögreglan Þingvellir Norðurlandaráð Reykjavík Umferð Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira