Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 11:08 Dósir með nikótínpúðum er að finna í vösum fjölmargra ungra karlmanna. Ein könnun leiddi í ljós að þriðjungur þeirra á aldrinum 18-34 ára neytti slíkra púða daglega í fyrra. Vísir/Egill Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. Nikótínpúðar og rafrettur hafa almennt verið undanþegnar gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Nú boðar Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, breytingu þar á. Í bandorminum er lagt til að tekið verði upp tuttugu krónu gjald á hvert gramm nikótínvöru eins og púða sem seldir eru í dósum. Þá er lagt til fjörutíu króna gjald af hverjum millílítra af vökva í rafrettum. Gjaldið nær ekki til rafrettna sem eru flokkaðar sem lækningatæki né áfyllinga á slíkar rafrettur. Það nær heldur ekki til nikótínvara sem eru markaðssettar sem lyf og eru flokkaðar sem slík í lyfjalögum. Þar er átt við nikótíntyggjó og plástra sem seldir eru í apótekum. Verðhækkun á nikótínpúðadós með gjaldtökunni er áætluð þrjú hundruð krónur í greinargerð með frumvarpinu. Til samanburðar er þar nefnt að tóbaksgjald af einum pakka af vindlingum nemi 604 krónum. Gjaldið af rafrettuvökvanum hækkaði verðið á einnota rafrettu með tveimur millílítrum af vökva um áttatíu krónur. Vísað er til þess að notkun nikótínpúða hafi aukist hröðum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Um þriðjungur ungra karlmanna notaði slíka púða daglega í fyrra en hlutfallið var fimmtungur árið 2020. Rafrettunotkun hafi einnig verið hlutfallslega mikil á meðal ungs fólks. Um sjö prósent fólks á aldrinum 18-34 ára reyki rafrettur daglega. Kallað hafi verið eftir því að stjórnvöld brygðust við útbreiddri notkun nikótínvara. Reglur um aldurtakmörk, sýnileikabann, bann við notkun og sölu á tilteknum stöðum hafi dugað skammt og notkunin aukist ár frá ári. Þörf hafi því verið á að grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn neyslu barna og ungmenna á vörunum. Rafrettur Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Nikótínpúðar og rafrettur hafa almennt verið undanþegnar gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Nú boðar Sigurður Ingi Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, breytingu þar á. Í bandorminum er lagt til að tekið verði upp tuttugu krónu gjald á hvert gramm nikótínvöru eins og púða sem seldir eru í dósum. Þá er lagt til fjörutíu króna gjald af hverjum millílítra af vökva í rafrettum. Gjaldið nær ekki til rafrettna sem eru flokkaðar sem lækningatæki né áfyllinga á slíkar rafrettur. Það nær heldur ekki til nikótínvara sem eru markaðssettar sem lyf og eru flokkaðar sem slík í lyfjalögum. Þar er átt við nikótíntyggjó og plástra sem seldir eru í apótekum. Verðhækkun á nikótínpúðadós með gjaldtökunni er áætluð þrjú hundruð krónur í greinargerð með frumvarpinu. Til samanburðar er þar nefnt að tóbaksgjald af einum pakka af vindlingum nemi 604 krónum. Gjaldið af rafrettuvökvanum hækkaði verðið á einnota rafrettu með tveimur millílítrum af vökva um áttatíu krónur. Vísað er til þess að notkun nikótínpúða hafi aukist hröðum skrefum á Íslandi undanfarin ár. Um þriðjungur ungra karlmanna notaði slíka púða daglega í fyrra en hlutfallið var fimmtungur árið 2020. Rafrettunotkun hafi einnig verið hlutfallslega mikil á meðal ungs fólks. Um sjö prósent fólks á aldrinum 18-34 ára reyki rafrettur daglega. Kallað hafi verið eftir því að stjórnvöld brygðust við útbreiddri notkun nikótínvara. Reglur um aldurtakmörk, sýnileikabann, bann við notkun og sölu á tilteknum stöðum hafi dugað skammt og notkunin aukist ár frá ári. Þörf hafi því verið á að grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn neyslu barna og ungmenna á vörunum.
Rafrettur Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira