Hélst þú upp á krabbameinið? Áslaug Eiríksdóttir skrifar 24. október 2024 10:00 Fyrr í þessari viku var bleiki dagurinn haldinn af Krabbameinsfélaginu. Víða á vinnustöðum voru veggir og fólk skreytt með bleiku hátt og lágt, og eflaust hafa ófáir gætt sér á bleikum veitingum. Ég klikkaði á þessu á síðasta ári, gleymdi að mæta í bleikum fötum. Samstarfskona mín hafði stuttu áður greinst með brjóstakrabbamein og mér fannst alveg glatað að vera svona gersneydd stuðningi við hana, úr því ég gat ekki munað að koma í einhverju bleiku. Ég setti saman playlista með P!nk og sendi “smá bleikt út í daginn” á vinnuspjallið. Málinu reddað. Eða hvað? Núna, ári seinna, var dagurinn með öðru sniði. Á bleika deginum í ár var ég ekki að gæða mér á veitingum með vinnufélögunum, heldur fór ég á Landsspítalann og þáði heilbrigðisþjónustu sem er nauðsynleg minni meðferð við… jú einmitt: Brjóstakrabbameini. Fyrir vikið sé ég þennan dag í allt öðru ljósi en í fyrra. Ég dauðskammast mín fyrir taktleysið á vinnuspjallinu og sé núna að mistök mín voru ekki fólgin í að klikka á klæðaburðinum, heldur í að halda að kaffisamsæti á skrifstofu í Kópavoginum hefði í sjálfu sér eitthvað með hennar bata að gera. Ég held ég hafi ekki einu sinni spurt hana hvernig henni liði eftir síðustu lyfjagjöf, bara spilað "Get the party started" og haldið áfram með daginn. En til hvers er fólk þá að klæða sig í bleikt á þessum degi? Til að “sýna stuðning”? Í hverju er sá stuðningur fólginn? Jú, hann getur verið í formi fræðslu, eins og að dreifa kynningarefni um helstu einkenni. Eða hvetja starfsfólk til að fara í skimun, og minna á réttinn til að sinna því á vinnutíma. Hvernig var þetta á þínum vinnustað í ár? Stuðningurinn getur líka verið fjárhagslegur stuðningur við rannsóknir, hagsmunasamtök og stuðningsnet þeirra sem krabbamein snertir. Krabbameinsfélagið, sem stendur fyrir bleikum október og bleikum degi, sinnir hvoru tveggja. Þegar ég sé fólk með bleika slaufu í barminum sendi ég þeim í huganum þökk fyrir að gera Krabbameinsfélaginu kleift að vera með viðtalsþjónustu sem við maðurinn minn höfum nýtt okkur sitt á hvað frá fyrsta degi veikinda. Var stuðningur þinn eða þíns fyrirtækis á þessu formi í ár? En hafandi fengið krabbamein sjálf, veit ég að einn mikilvægasti stuðningurinn er þegar fólk er til staðar fyrir þau sem eru veik, aðstandendur og syrgjandi. Eftir bleika daginn í ár er það einmitt þessi tegund stuðnings sem ég óttast að hafi týnst innan um bleikar servíettur og Instagram-vænar myndir af starfsmannahópum. Það er ábyrgðarhlutverk að koma með umræðuefni eins og krabbamein inn á vinnustaði og í skóla. Ég vona að þar sem það á við (hint: allsstaðar) sé fólk meðvitað um þau sem gætu þurft á umhyggju að halda á svona degi af því að þau eiga um sárt að binda vegna krabbameins sem er í lífi þeirra. Mér verður hugsað til þeirra sem hafa misst aðstandanda og mættu í skóla eða vinnu sem hefur sett bleikan ljóskastara á krabbameinið sem tók ástvin þeirra. Einnig þeirra sem hafa skilið veikindin eftir í fortíð sem virðist fjarlæg en fá árlega bleikmálaða áminningu um eitt erfiðasta tímabil ævi sinnar. Um þau sem voru heima frá vinnu, í veikindaleyfi vegna krabbameinsmeðferðar. Um þau sem eiga systur sem greindist í síðasta mánuði, þau sem eiga maka sem var að greinast aftur eða mömmu sem lést fyrir fimm árum. Rifjaðu upp hvernig þetta var á þínum vinnustað eða skóla, og hugsaðu til þeirra sem þú veist að hafa haft náin kynni af krabbameini í sínu lífi. Fengu þau ekki örugglega stuðning á bleika daginn? Eða létu þau sig hverfa úr samkvæminu? Unnu heima? Fóru heim með illt í maganum? Það er auðvitað bara fallegt að lyfta samstöðunni upp á yfirborðið og búa til bleikt faðmlag í samfélaginu. Bleikur október og bleikur dagur er mjög mikilvægur til að halda umræðunni opinni og afla fjár til málefnisins. En ef bleika faðmlagið okkar nær ekki til þeirra sem við erum að státa okkur af að styðja, þá verða bleiku fötin einkennisbúningur sjálfhverfu og dyggðarþvottar. Ég vona að þér hafi gengið betur í ár en mér gekk í fyrra. Ég er búin að eyða þessum P!nk playlista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr í þessari viku var bleiki dagurinn haldinn af Krabbameinsfélaginu. Víða á vinnustöðum voru veggir og fólk skreytt með bleiku hátt og lágt, og eflaust hafa ófáir gætt sér á bleikum veitingum. Ég klikkaði á þessu á síðasta ári, gleymdi að mæta í bleikum fötum. Samstarfskona mín hafði stuttu áður greinst með brjóstakrabbamein og mér fannst alveg glatað að vera svona gersneydd stuðningi við hana, úr því ég gat ekki munað að koma í einhverju bleiku. Ég setti saman playlista með P!nk og sendi “smá bleikt út í daginn” á vinnuspjallið. Málinu reddað. Eða hvað? Núna, ári seinna, var dagurinn með öðru sniði. Á bleika deginum í ár var ég ekki að gæða mér á veitingum með vinnufélögunum, heldur fór ég á Landsspítalann og þáði heilbrigðisþjónustu sem er nauðsynleg minni meðferð við… jú einmitt: Brjóstakrabbameini. Fyrir vikið sé ég þennan dag í allt öðru ljósi en í fyrra. Ég dauðskammast mín fyrir taktleysið á vinnuspjallinu og sé núna að mistök mín voru ekki fólgin í að klikka á klæðaburðinum, heldur í að halda að kaffisamsæti á skrifstofu í Kópavoginum hefði í sjálfu sér eitthvað með hennar bata að gera. Ég held ég hafi ekki einu sinni spurt hana hvernig henni liði eftir síðustu lyfjagjöf, bara spilað "Get the party started" og haldið áfram með daginn. En til hvers er fólk þá að klæða sig í bleikt á þessum degi? Til að “sýna stuðning”? Í hverju er sá stuðningur fólginn? Jú, hann getur verið í formi fræðslu, eins og að dreifa kynningarefni um helstu einkenni. Eða hvetja starfsfólk til að fara í skimun, og minna á réttinn til að sinna því á vinnutíma. Hvernig var þetta á þínum vinnustað í ár? Stuðningurinn getur líka verið fjárhagslegur stuðningur við rannsóknir, hagsmunasamtök og stuðningsnet þeirra sem krabbamein snertir. Krabbameinsfélagið, sem stendur fyrir bleikum október og bleikum degi, sinnir hvoru tveggja. Þegar ég sé fólk með bleika slaufu í barminum sendi ég þeim í huganum þökk fyrir að gera Krabbameinsfélaginu kleift að vera með viðtalsþjónustu sem við maðurinn minn höfum nýtt okkur sitt á hvað frá fyrsta degi veikinda. Var stuðningur þinn eða þíns fyrirtækis á þessu formi í ár? En hafandi fengið krabbamein sjálf, veit ég að einn mikilvægasti stuðningurinn er þegar fólk er til staðar fyrir þau sem eru veik, aðstandendur og syrgjandi. Eftir bleika daginn í ár er það einmitt þessi tegund stuðnings sem ég óttast að hafi týnst innan um bleikar servíettur og Instagram-vænar myndir af starfsmannahópum. Það er ábyrgðarhlutverk að koma með umræðuefni eins og krabbamein inn á vinnustaði og í skóla. Ég vona að þar sem það á við (hint: allsstaðar) sé fólk meðvitað um þau sem gætu þurft á umhyggju að halda á svona degi af því að þau eiga um sárt að binda vegna krabbameins sem er í lífi þeirra. Mér verður hugsað til þeirra sem hafa misst aðstandanda og mættu í skóla eða vinnu sem hefur sett bleikan ljóskastara á krabbameinið sem tók ástvin þeirra. Einnig þeirra sem hafa skilið veikindin eftir í fortíð sem virðist fjarlæg en fá árlega bleikmálaða áminningu um eitt erfiðasta tímabil ævi sinnar. Um þau sem voru heima frá vinnu, í veikindaleyfi vegna krabbameinsmeðferðar. Um þau sem eiga systur sem greindist í síðasta mánuði, þau sem eiga maka sem var að greinast aftur eða mömmu sem lést fyrir fimm árum. Rifjaðu upp hvernig þetta var á þínum vinnustað eða skóla, og hugsaðu til þeirra sem þú veist að hafa haft náin kynni af krabbameini í sínu lífi. Fengu þau ekki örugglega stuðning á bleika daginn? Eða létu þau sig hverfa úr samkvæminu? Unnu heima? Fóru heim með illt í maganum? Það er auðvitað bara fallegt að lyfta samstöðunni upp á yfirborðið og búa til bleikt faðmlag í samfélaginu. Bleikur október og bleikur dagur er mjög mikilvægur til að halda umræðunni opinni og afla fjár til málefnisins. En ef bleika faðmlagið okkar nær ekki til þeirra sem við erum að státa okkur af að styðja, þá verða bleiku fötin einkennisbúningur sjálfhverfu og dyggðarþvottar. Ég vona að þér hafi gengið betur í ár en mér gekk í fyrra. Ég er búin að eyða þessum P!nk playlista.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun