Capes er þekktastur hér heima á Íslandi fyrir einvígi sitt við Jón Pál Sigmarsson, þegar okkar maður var upp á sitt besta.
Þeir skiptust um tíma á því að verða sterkasti maður heims en Capes vann þann titil tvisvar sinnum. Fyrst 1983 og svo aftur 1985.
Jón Páll varð fjórum sinnum sterkasti maður heims eða 1984, 1986, 1988 og 1990.
Áður en Capes fór út í aflraunir þá var hann kúluvarpari sem keppti fyrir Breta á þremur Ólympíuleikum.
Eftir að hann hætti að keppa þá tók hann áfram mikinn þátt í aflaunakeppnum sem þjálfari, dómari eða skipuleggjandi.
Fjölskyldan sendi frá sér tilkynningu um fráfall Capes í dag en þar kom ekki fram hver dánarorsökin var.
Geoff Capes, British shot put record holder and twice winner of World's Strongest Man, dies aged 75https://t.co/P6EGkc5Tuz
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 23, 2024