Vilja „epískt“ samfélag, minna væl og meiri jákvæðni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2024 18:26 Snorri Másson fjölmiðlamaður er í framboði fyrir Miðflokkinn og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fyrir Sósíalistaflokkinn. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins segist tilbúin að gera málamiðlanir og vinna með hverjum þeim flokki sem sé tilbúinn að setja hagsmuni vinnandi fólks í fyrsta sæti, meira að segja Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn geti sýnt fram á að flokkurinn uppfylli það skilyrði. Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir fullreynt með samstarf flokka lengst frá vinstri til hægri en fagnar því að fólk geti talað saman. Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira