Vilja „epískt“ samfélag, minna væl og meiri jákvæðni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2024 18:26 Snorri Másson fjölmiðlamaður er í framboði fyrir Miðflokkinn og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fyrir Sósíalistaflokkinn. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins segist tilbúin að gera málamiðlanir og vinna með hverjum þeim flokki sem sé tilbúinn að setja hagsmuni vinnandi fólks í fyrsta sæti, meira að segja Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn geti sýnt fram á að flokkurinn uppfylli það skilyrði. Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir fullreynt með samstarf flokka lengst frá vinstri til hægri en fagnar því að fólk geti talað saman. Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent