Þórir undrandi á hve slæm staðan var og hlífir leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 14:17 Þórir Hergeirsson er enn landsliðsþjálfari Noregs en hættir með liðið eftir Evrópumótið í desember. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, fráfarandi landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, segir það hafa komið sér á óvart hve háa upphæð norska félagið Vipers þurfti að greiða til að forða sér frá gjaldþroti á síðustu stundu. Vipers, sem varð Evrópumeistari í handbolta kvenna þrjú ár í röð árin 2021-23, þurfti að útvega 25 milljónir norskra króna á þremur dögum, eða rúmlega 315 milljónir íslenskra króna, til að halda sér á lífi. Hluthafa hafa nú tekið yfir glæfralegan rekstur félagsins sem á fjórum árum tvöfaldaði til að mynda launakostnað til leikmanna. „Ég ætla ekki að fella neina dóma yfir fólkinu sem hefur staðið í þessu. Ég veit að þetta er erfitt og krefjandi. En auðvitað kom það manni í opna skjöldu að þetta væri svona mikið,“ sagði Þórir við norska ríkismiðilinn NRK. Þórir er búinn að fá norska landsliðið saman vegna fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Larvik í þessari viku, á sama tíma og íslenska landsliðið mætir Pólverjum hér á landi á föstudag og laugardag. Í norska landsliðshópnum eru til að mynda markverðirnir Silje Solberg-Östhassel og Katrine Lunde, leikmenn Vipers, sem Þórir er meðvitaður um að hafi haft um ýmislegt að hugsa í þeim rússíbana sem Vipers hefur verið í að undanförnu. „Ég held að á vissan hátt sé gott fyrir þær að vera komnar hingað [í landsliðsverkefni]. Við leggjum ekki of mikið á þær, svo að þær hafi tíma til að melta allt það sem þær hafa verið að ganga í gegnum og það sem þær standa í,“ sagði Þórir sem enn stýrir norska landsliðinu en hættir með það eftir EM í desember. Norski handboltinn Tengdar fréttir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31 Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02 Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Vipers, sem varð Evrópumeistari í handbolta kvenna þrjú ár í röð árin 2021-23, þurfti að útvega 25 milljónir norskra króna á þremur dögum, eða rúmlega 315 milljónir íslenskra króna, til að halda sér á lífi. Hluthafa hafa nú tekið yfir glæfralegan rekstur félagsins sem á fjórum árum tvöfaldaði til að mynda launakostnað til leikmanna. „Ég ætla ekki að fella neina dóma yfir fólkinu sem hefur staðið í þessu. Ég veit að þetta er erfitt og krefjandi. En auðvitað kom það manni í opna skjöldu að þetta væri svona mikið,“ sagði Þórir við norska ríkismiðilinn NRK. Þórir er búinn að fá norska landsliðið saman vegna fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Larvik í þessari viku, á sama tíma og íslenska landsliðið mætir Pólverjum hér á landi á föstudag og laugardag. Í norska landsliðshópnum eru til að mynda markverðirnir Silje Solberg-Östhassel og Katrine Lunde, leikmenn Vipers, sem Þórir er meðvitaður um að hafi haft um ýmislegt að hugsa í þeim rússíbana sem Vipers hefur verið í að undanförnu. „Ég held að á vissan hátt sé gott fyrir þær að vera komnar hingað [í landsliðsverkefni]. Við leggjum ekki of mikið á þær, svo að þær hafi tíma til að melta allt það sem þær hafa verið að ganga í gegnum og það sem þær standa í,“ sagði Þórir sem enn stýrir norska landsliðinu en hættir með það eftir EM í desember.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31 Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02 Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31
Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02
Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20