Karl Gauti til í oddvitann eftir óvænt brotthvarf Tómasar Atli Ísleifsson og Árni Sæberg skrifa 23. október 2024 13:35 Tómas Ellert sækist ekki lengur eftir sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Það gerir Karl Gauti hins vegar. Vísir Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að búið sé að hafa samband við sig varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist munu íhuga það vandlega að taka sæti á lista ef honum yrði boðið oddvitasætið. Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Hann segist enn vera skráður í Miðflokkinn og að þingmennskan heilli. Um sé að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf. „Það sem hvetur mig enn frekar til dáða í þessu er að ég tek eftir því að það eru engir Vestmannaeyingar að birtast á listum hjá öðrum flokkum,“ segir Karl Gauti. Tómas hættur við Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, hafði áður lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en lýsti því yfir í morgun að hann væri hættur við „af persónulegum ástæðum“. Karl Gauti var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í mars 2023. Hann sat á þingi fyrir Miðflokkinn á árunum 2017 til 2021. Litlu munaði að hann næði að halda þingsæti sínu í kosningunum 2021, en hann var inni sem uppbótarþingmaður en missti sætið eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Erna vill líka oddvitasætið Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins, hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hefur hún sent uppstillinganefnd Miðflokksins í kjördæmi upplýsingar þess efnis. „Verkefnin eru ærin og skemmtilegur sprettur framundan. Það lætur mér vel og vonast ég eftir stuðningi til þess með þeim hópi sem velst á listann. Ding, ding, ding, Ernu á Þing,“ sagði Erna í færslu á Facebook um helgina. Ekki eina löggan Karl Gauti er ekki eini liðsmaður lögreglunnar sem hefur lýst yfir framboði. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, stefnir þannig á að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi og þá hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýst yfir áhuga á framboði fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi. Þá skipar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landsambands lögreglumanna, sjötta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Vestmannaeyjar Lögreglan Suðurkjördæmi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira