Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2024 13:35 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira