Fæðingartíðni í Úkraínu er nú í kringum eitt barn á konu sem er eitt lægsta hlutfall á byggðu bóli. Fólki fór fækkandi í landinu fyrir líkt og í öðrum Austur-Evrópuríkjum. Florence Bauer, forstöðukona mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, sagði að innrás Rússa hefði breytt erfiðri mannfjöldaþróun í Úkraínu í enn alvarlegri vanda þegar hún kynnti tölurnar í gær.
Stærsti hluti fækkunarinnar er þó vegna þeirra 6,7 milljóna Úkraínumanna sem hafa flúið land og búa nú annars staðar, fyrst og fremst í Evrópu, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Erfiðara er að henda reiður á mannfallið í stríðinu sjálfu. Bauer segir að það sé talið hlaupa á tugum þúsunda fallinna.
Rússar hafa ekki farið varhluta af áhrifum stríðsins heldur þrátt fyrir þeir séu mun fleiri en Úkraínumenn. Fæðingartíðni í Rússlandi fyrstu sex mánuði ársins er sú lægsta sem mælst hefur í aldarfjórðung. Stjórnvöld í Kreml lýsa mannfjöldaþróuninni sjálf sem hrikalegri.