380 flóttamenn til að ráða örlögum þjóðar Yngvi Sighvatsson skrifar 23. október 2024 11:01 Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun