Sjáðu mörkin: Sjálfsmark fyrir Arsenal, þrenna Vinicius og mark beint úr horni Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 07:13 Vinicius Junior reif sig úr að ofan eftir stórkostlegt mark gegn Dortmund í gær. Getty/Jean Catuffe Vinicius Junior var einn helsti senuþjófur gærkvöldsins þegar átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Mörkin úr öllum leikjunum má nú sjá á Vísi. Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira
Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira