Sjálfboðaliðinn miður sín og fengið að heyra það héðan og þaðan Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 08:00 KA-strákarnir með Íslandsmeistaraverðlaun sín sem þeir þurfa að spila að nýju um á Akureyri í dag. @KA yngri flokkar „Sjálfboðaliðinn er alveg miður sín og þetta hjálpar okkur ekki að menn fái svona yfir sig þegar þeir gera mistök,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, um sjálfboðaliða félagsins sem dæmdi úrslitaleikinn við Stjörnuna í C-liðum 4. flokks drengja. Framlenging leiksins, og mögulega vítaspyrnukeppni, verður endurtekin í dag. Sævar segir strákana í KA-liðinu, sem í síðasta mánuði fögnuðu Íslandsmeistaratitli eftir sigur gegn Stjörnunni á Akureyri, sára og svekkta eftir að hafa verið sviptir titlinum. Þeir fá þó annað tækifæri til að landa titlinum í dag þegar Stjörnustrákar mæta aftur til Akureyrar. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði gerði dómari, sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Þessu greindi hann þjálfurum beggja liða frá áður en framlengingin hófst en tvennum sögum fer af því hvort Stjarnan hafi þá mótmælt. „Framkvæmd leiksins röng og hún er á okkar ábyrgð“ Eftir sigur KA kærði Stjarnan úrslit leiksins, og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ varð við kröfu Stjörnunnar um að framlenging, og mögulega vítaspyrnukeppni, yrði endurtekin og þá með réttum hætti. KA þarf auk þess að greiða fyrir rútuferð Stjörnunnar í dag og áætlar Sævar að sá kostnaður nemi 200-250 þúsund krónum. „Staðreynd málsins, og við höfum aldrei reynt að komast undan því, er að framkvæmd leiksins var röng og hún er alltaf á okkar ábyrgð. Eins og við öll sem erum að reka íþróttafélög þá erum við með sjálfboðaliða, og sjálfboðaliðinn gerir þarna bara mistök. Við erum í nógu miklum vandræðum með að fá sjálfboðaliða í okkar starfsemi þó að þeir þurfi ekki að eiga við eitthvað svona. Hann hefur heldur betur verið miður sín og fengið að heyra það héðan og þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hvorugt liðið hagnaðist á mistökunum „Akkúrat á þessum tímapunkti [áður en framlenging hófst] þá hagnast hvorugt liðið á þessum mistökum. Þjálfarar beggja liða eru upplýstir um hve löng framlengingin verði og hve mörg víti verði tekin. Svona mistök eru eitthvað sem allir vilja koma í veg fyrir og það er algjör synd að þetta hafi gerst. En niðurstaðan liggur bara fyrir og við sem félag unum henni, og tökum bara vel á móti Stjörnustrákunum hingað norður og spilum þetta aftur,“ segir Sævar. Stjarnan sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og rökstuddi þar ákvörðun sína um kæru meðal annars með því að öllum iðkendum ætti að sýna sömu virðingu, burtséð frá getustigi. Þá sakaði félagið KA um skort á drengskap með því að blanda sér ekki í umræðuna og viðurkenna mistök og leiðrétta rangfærslur annarra. „Ekki í okkar verkahring að svara einhverju á samfélagsmiðlum“ „Ég sá aðeins í yfirlýsingu hjá Stjörnunni að þeir væru óánægðir með að við værum ekki að taka þátt í umræðunni eða eitthvað slíkt, en við metum það ekki í okkar verkahring að vera að svara einhverju á samfélagsmiðlum. Lykilmálið er bara að það voru gerð mistök og sjálfboðaliðanum líður alveg ömurlega með að hafa gert mistökin. En ferlið er mjög skýrt og við vissum alveg um leið og málið var kært hver niðurstaðan yrði. Við unum því bara og höldum áfram,“ segir Sævar. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðanefndar fer tvennum sögum af því hvort að Stjarnan hafi mótmælt því fyrir fram að framlengingin yrði 2x5 mínútur, og vítaspyrnukeppnin þannig að þrjár spyrnur væru á lið í stað fimm. „Sárir og fúlir því þeir gerðu ekkert rangt“ „Ég hef svo sem ekki annað en orð dómarans. Hann fór og spurði þjálfarana báðu megin og var einfaldlega ekki viss [um hve löng framlenging ætti að vera]. Svo fær hann skilaboð utan frá um að þetta eigi að vera 2x5 mínútur, og þjálfararnir segja bara ókei við því og áfram gakk. Vissulega höfðu þjálfararnir báðu megin sagt að þeir héldu að þetta ættu að vera 2x10 mínútur. En svo bara spiluðu menn leikinn og kláruðu vítin, og það kemur niðurstaða. Svo kemur í ljós að þetta er röng framkvæmd og hún er á ábyrgð KA, og við verðum að una því.“ En hvernig líður strákunum í KA-liðinu, 12 og 13 ára gömlum, vegna málsins? „Eðli málsins samkvæmt eru þeir sárir og fúlir því þeir gerðu ekkert rangt. Og foreldrarnir styðja sína gutta sem er bara eðlilegt. En við unum bara niðurstöðu dómstóla og ekkert annað að gera en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Framlenging leiksins fer fram á Greifavellinum á Akureyri í dag og hefst klukkan 15. Fótbolti Íþróttir barna Stjarnan KA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Sævar segir strákana í KA-liðinu, sem í síðasta mánuði fögnuðu Íslandsmeistaratitli eftir sigur gegn Stjörnunni á Akureyri, sára og svekkta eftir að hafa verið sviptir titlinum. Þeir fá þó annað tækifæri til að landa titlinum í dag þegar Stjörnustrákar mæta aftur til Akureyrar. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði gerði dómari, sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Þessu greindi hann þjálfurum beggja liða frá áður en framlengingin hófst en tvennum sögum fer af því hvort Stjarnan hafi þá mótmælt. „Framkvæmd leiksins röng og hún er á okkar ábyrgð“ Eftir sigur KA kærði Stjarnan úrslit leiksins, og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ varð við kröfu Stjörnunnar um að framlenging, og mögulega vítaspyrnukeppni, yrði endurtekin og þá með réttum hætti. KA þarf auk þess að greiða fyrir rútuferð Stjörnunnar í dag og áætlar Sævar að sá kostnaður nemi 200-250 þúsund krónum. „Staðreynd málsins, og við höfum aldrei reynt að komast undan því, er að framkvæmd leiksins var röng og hún er alltaf á okkar ábyrgð. Eins og við öll sem erum að reka íþróttafélög þá erum við með sjálfboðaliða, og sjálfboðaliðinn gerir þarna bara mistök. Við erum í nógu miklum vandræðum með að fá sjálfboðaliða í okkar starfsemi þó að þeir þurfi ekki að eiga við eitthvað svona. Hann hefur heldur betur verið miður sín og fengið að heyra það héðan og þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hvorugt liðið hagnaðist á mistökunum „Akkúrat á þessum tímapunkti [áður en framlenging hófst] þá hagnast hvorugt liðið á þessum mistökum. Þjálfarar beggja liða eru upplýstir um hve löng framlengingin verði og hve mörg víti verði tekin. Svona mistök eru eitthvað sem allir vilja koma í veg fyrir og það er algjör synd að þetta hafi gerst. En niðurstaðan liggur bara fyrir og við sem félag unum henni, og tökum bara vel á móti Stjörnustrákunum hingað norður og spilum þetta aftur,“ segir Sævar. Stjarnan sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og rökstuddi þar ákvörðun sína um kæru meðal annars með því að öllum iðkendum ætti að sýna sömu virðingu, burtséð frá getustigi. Þá sakaði félagið KA um skort á drengskap með því að blanda sér ekki í umræðuna og viðurkenna mistök og leiðrétta rangfærslur annarra. „Ekki í okkar verkahring að svara einhverju á samfélagsmiðlum“ „Ég sá aðeins í yfirlýsingu hjá Stjörnunni að þeir væru óánægðir með að við værum ekki að taka þátt í umræðunni eða eitthvað slíkt, en við metum það ekki í okkar verkahring að vera að svara einhverju á samfélagsmiðlum. Lykilmálið er bara að það voru gerð mistök og sjálfboðaliðanum líður alveg ömurlega með að hafa gert mistökin. En ferlið er mjög skýrt og við vissum alveg um leið og málið var kært hver niðurstaðan yrði. Við unum því bara og höldum áfram,“ segir Sævar. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðanefndar fer tvennum sögum af því hvort að Stjarnan hafi mótmælt því fyrir fram að framlengingin yrði 2x5 mínútur, og vítaspyrnukeppnin þannig að þrjár spyrnur væru á lið í stað fimm. „Sárir og fúlir því þeir gerðu ekkert rangt“ „Ég hef svo sem ekki annað en orð dómarans. Hann fór og spurði þjálfarana báðu megin og var einfaldlega ekki viss [um hve löng framlenging ætti að vera]. Svo fær hann skilaboð utan frá um að þetta eigi að vera 2x5 mínútur, og þjálfararnir segja bara ókei við því og áfram gakk. Vissulega höfðu þjálfararnir báðu megin sagt að þeir héldu að þetta ættu að vera 2x10 mínútur. En svo bara spiluðu menn leikinn og kláruðu vítin, og það kemur niðurstaða. Svo kemur í ljós að þetta er röng framkvæmd og hún er á ábyrgð KA, og við verðum að una því.“ En hvernig líður strákunum í KA-liðinu, 12 og 13 ára gömlum, vegna málsins? „Eðli málsins samkvæmt eru þeir sárir og fúlir því þeir gerðu ekkert rangt. Og foreldrarnir styðja sína gutta sem er bara eðlilegt. En við unum bara niðurstöðu dómstóla og ekkert annað að gera en að taka þetta á kassann og halda áfram.“ Framlenging leiksins fer fram á Greifavellinum á Akureyri í dag og hefst klukkan 15.
Fótbolti Íþróttir barna Stjarnan KA Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti