Veiðigjaldið dugar ekki fyrir Hafró, Fiskistofu og Landhelgisgæslunni Hildur Þórðardóttir skrifar 23. október 2024 08:01 Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun