Veiðigjaldið dugar ekki fyrir Hafró, Fiskistofu og Landhelgisgæslunni Hildur Þórðardóttir skrifar 23. október 2024 08:01 Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í Kuwait er það þannig að þegar fólk giftist getur það sótt um að fá íbúð. Það tekur kannski tvö ár að fá íbúðina og fólk borgar ríkinu andvirði hennar til baka á eins mörgum árum og þarf. Það besta er að húsnæðislánið er vaxtalaust. Þetta geta Kuwaitbúar því þeir eiga aðalauðlind sína sjálfir, olíuna. Hagnaðurinn af olíunni tryggir öllum þegnum landsins sína eigin íbúð. Olían okkar er fiskurinn. Því miður er langt síðan þjóðin missti þessa dýrmætu auðlind úr höndunum og stór hluti þjóðarinnar getur ekki eignast sitt eigið húsnæði. Ráðamenn telja okkur trú um að innheimt veiðigjöld af fiskinum séu sanngjörn og í takt við verðmæti þeirra. Þeir segja okkur ekki að stór hluti verðmætisins rennur okkur úr greipum yfir á aflandsfélög í eigu dótturfyrirtækja í útlöndum. Íslensku sjávarútvegsfyrirtækin selja fiskinn á spottprís til móðurfyrirtækja sinna í Lúxemburg og annarra skattaparadísa. Verðið er það lágt að íslensku fyrirtækin standa varla undir launakostnaði. Móðurfyrirtækin í skattaparadísum endurselja svo fiskinn í Evrópu fyrir markaðsverð sem er miklu miklu hærra, jafnvel þótt engin verðmætamyndun hafi orðið. Mismunurinn fer síðan á aflandsreikninga í eigu kvótakónga. Ráðamenn segja okkur heldur ekki að þetta svokallaða sanngjarna veiðigjald dugar ekki einu sinni fyrir rekstri Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Landhelgisgæslunnar, þessum þremur stofnunum sem eiga að halda utan um fiskveiðar og miðin. Árið 2023 voru veiðigjöldin samtals 10,2 milljarðar. Hins vegar kostaði rekstur Fiskistofu 1,1 milljarð króna, Hafrannsóknastofnun kostaði 4,8 milljarða og Landhelgisgæslan 10,7 milljarða, samtals 16,6 milljarða. Þetta þýðir 6,4 milljarða tap á sjávarútveginum. Í raun væri hagkvæmara fyrir íslenska ríkið að leggja niður þessar eftirlitsstofnanir og leyfa mönnum að veiða frítt þar til fiskurinn í sjónum væri búinn. Þá værum við alla vega ekki lengur í mínus. En auðvitað er það fáránleg hugmynd því þetta er gullið okkar. Jafn fáránleg hugmynd eins og að láta olíu Kuwait leka bara í sjóinn sem þeir myndu auðvitað aldrei gera. Og jafn fáránleg hugmynd eins og að halda áfram borga með sjávarútvegsgeiranum. Stefna Lýðræðisflokksins er að ríkið sé eigandi allra náttúruauðlinda, þar með talinn fisksins, og að sanngjarn hagnaður af þeim renni til samfélagsins. Stefna flokksins er líka að gera lánakjör hér á landi að minnsta kosti sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Ef við náum stefnumálum okkar í gegn geta margir loksins keypt sína fyrstu íbúð, flutt frá foreldrum eða af leigumarkaði og hinir um frjálst höfuð strokið. Þannig tryggjum við öllum öruggt húsnæði. Það er lágmark að þurfa ekki að borga með sjávarútveginum. Hitt er svo, að sé vel á málum haldið getum við kannski í framtíðinni, þegar búið verður að ná tökum á ríkisfjármálunum, fengið okkar eigin auðlindasjóð eins og þeir í Kuwait og Noregi. Þetta eru gífurlegir peningar og ótrúlegt að stjórnvöld undanfarna tugi ára hafi látið það viðgangast að arður af aðalauðlind okkar endi á leynireikningum á aflandseyjum. Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru háðir fjárframlögum stórfyrirtækja í kosningasjóði, því að sjálfsögðu þarf að borga greiðann til baka. Lýðræðisflokkurinn vill breyta þessu og stoppa spillinguna, óréttlætið og misbeitinguna. Við viljum vinna fyrir fólkið í landinu. X-L. Höfundur er rithöfundur og á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun