Flokkar sem sitji hjá séu ekki í stöðu til að setja skilyrði Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. október 2024 19:38 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa fengið óskýr skilaboð frá flokkum á þingi varðandi stuðning þeirra við fjárlagafrumvarpið. Stöð 2 Leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru bjartsýnir á að þingið nái að afgreiða fjárlög fyrir miðjan næsta mánuð. Forsætisráðherra segir að þeir flokkar sem ætli sér að sitja hjá við afgreiðslu málsins séu ekki í neinni stöðu til að setja skilyrði. Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira