Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:41 Forstjóri félagsins segir niðurstöðurnar sýna seiglu og styrk félagsins. Vísir/Vilhelm Tekjur Símans á þriðja ársfjórðungi námu 6.955 milljónum króna samanborið við 6.501 milljónir króna á sama tímabili í fyrra og jukust því um 7 prósent. Tekjur á kjarnaþjónustum Símans, farsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu jukust einnig um rúmlega þrjú prósent milli tímabila. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.915 milljónum króna og hækkar um 104 milljónir eða 5,7 prósent. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 864 milljónum króna samanborið við 765 milljónir á sama tímabili í fyrra. Handbært fé í lok tímabilsins nam 1,1 milljónum króna en var 1,8 milljónir króna í árslok 2023. Eignafjárhlutfall Símans var 45,5 prósent og eigið fé nam 18,2 milljónum króna. Breytingar í skipuriti með tilheyrandi kostnaði María Björk Einarsdóttir forstjóri segir afkomu fjórðungsins heilt yfir góða og að niðurstöðurnar sýni seiglu og styrk félagsins. „Við sáum heilbrigðan tekjuvöxt í helstu fjarskiptaþjónustum sem og sjónvarpsþjónustu, þar sem áskrifendum hefur haldið áfram að fjölga. Þá hafa fjárfestingar okkar í auglýsingamiðlum staðist þær væntingar sem gerðar voru við kaupin og haft verulega jákvæð áhrif á hlutdeild auglýsingatekna í rekstri félagsins,“ segir hún. Í september hafi verið gerðar breytingar á skipuriti félagsins þar sem eitt stoðsvið var lagt niður og tvö ný stofnuð. Markmið breytinganna hafi verið að styrkja sölu og markaðssetningu á vörum félagsins og auka áherslu á vöru- og viðskiptaþróun. Talsverður kostnaður fylgdi þessum breytingum, að sögn Maríu, og bættist hann við áfallinn kostnað vegna forstjóraskipta sem einnig var gjaldfærður í ársfjórðungnum. „Í kjölfar breyttra áherslna í rekstri hófum við að endurskoða stefnumið félagsins og verða þau áform kynnt nánar á komandi mánuðum. Það liggur fyrir að félagið hyggst halda áfram að sækja fram og við munum leggja áherslu á að breikka tekjugrunn félagsins með því að þróa og bæta við vöruframboð okkar nýjum stafrænum þjónustum og lausnum sem falla vel að þörfum okkar viðskiptavina.“ Síminn Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.915 milljónum króna og hækkar um 104 milljónir eða 5,7 prósent. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 864 milljónum króna samanborið við 765 milljónir á sama tímabili í fyrra. Handbært fé í lok tímabilsins nam 1,1 milljónum króna en var 1,8 milljónir króna í árslok 2023. Eignafjárhlutfall Símans var 45,5 prósent og eigið fé nam 18,2 milljónum króna. Breytingar í skipuriti með tilheyrandi kostnaði María Björk Einarsdóttir forstjóri segir afkomu fjórðungsins heilt yfir góða og að niðurstöðurnar sýni seiglu og styrk félagsins. „Við sáum heilbrigðan tekjuvöxt í helstu fjarskiptaþjónustum sem og sjónvarpsþjónustu, þar sem áskrifendum hefur haldið áfram að fjölga. Þá hafa fjárfestingar okkar í auglýsingamiðlum staðist þær væntingar sem gerðar voru við kaupin og haft verulega jákvæð áhrif á hlutdeild auglýsingatekna í rekstri félagsins,“ segir hún. Í september hafi verið gerðar breytingar á skipuriti félagsins þar sem eitt stoðsvið var lagt niður og tvö ný stofnuð. Markmið breytinganna hafi verið að styrkja sölu og markaðssetningu á vörum félagsins og auka áherslu á vöru- og viðskiptaþróun. Talsverður kostnaður fylgdi þessum breytingum, að sögn Maríu, og bættist hann við áfallinn kostnað vegna forstjóraskipta sem einnig var gjaldfærður í ársfjórðungnum. „Í kjölfar breyttra áherslna í rekstri hófum við að endurskoða stefnumið félagsins og verða þau áform kynnt nánar á komandi mánuðum. Það liggur fyrir að félagið hyggst halda áfram að sækja fram og við munum leggja áherslu á að breikka tekjugrunn félagsins með því að þróa og bæta við vöruframboð okkar nýjum stafrænum þjónustum og lausnum sem falla vel að þörfum okkar viðskiptavina.“
Síminn Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira