Ég er kona með ADHD Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:03 Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun