Ég er kona með ADHD Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:03 Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun