Að notast við kerfi sem er komið að þolmörkum er eins og að mjólka möndlu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 22. október 2024 08:31 Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun