Tæpur þriðjungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. október 2024 19:41 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segist reiðubúin að leiða næstu ríkisstjórn. Vísir/Arnar Meirihluti þjóðarinnar, eða um 66 prósent, eru ánægð með stjórnarslitin samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þá vilja flestir, eða um þriðjungur, að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar, leiði næstu ríkisstjórn og verði forsætisráðherra. Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira