Vilja skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2024 15:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Formaður Viðreisnar segir að starfsstjórnin verði að leggja fram skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit en þau sem komu fram á fundi formanna flokkanna á Alþingi í dag. Ríkur vilji sé hjá flokkunum að klára þau mál sem eðlilegt sé að klára. Formenn flokkanna á Alþingi hittust á fundi í hádeginu þar sem leggja átti drög að því hvernig gengið yrði frá málum áður en þingi verður slitið í aðdraganda þingkosninga í lok nóvember. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að farið hafi verið yfir nokkur mál á fundinum en henni hafi fundist svör starfandi fjármála- og forsætisráðherra nokkuð óljós um áherslur þeirra. „Við þurfum að fá betri útskýringar á ákveðnum hlutum sem voru settir þarna fram,“ segir hún og nefnir atriði úr fjáraukalögum og mál sem varða tekjuhlið ríkissjóðs. Þá þurfi frekari upplýsingar um framkvæmdir eins og Ölfusárbrú. Á meðan línur eru ekki orðnar skýrari segir Þorgerður að formennirnir hafi rætt um að tilgangslaust væri fyrir fjárlaganefnd Alþingis að funda. Ríkur vilji sé hjá allflestum flokkum að afgreiða þau mál sem eðlilegt sé að kára. Þorgerður segir að sér hafi komið á óvart að fundurinn hafi ekki verið betur undirbúinn en að hún sé einnig þakklát fyrir að hann hafi verið haldinn og að formennirnir hafi getað rætt saman opinskátt. „Við þurfum að fá betri svör við okkar spurningum og að er alveg sjálfsagt að gefa ráðherrum þann frest að vinna betur svörin inn í þær spurningar sem við settum fram á fundinum,“ segir Þorgerður. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Formenn flokkanna á Alþingi hittust á fundi í hádeginu þar sem leggja átti drög að því hvernig gengið yrði frá málum áður en þingi verður slitið í aðdraganda þingkosninga í lok nóvember. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að farið hafi verið yfir nokkur mál á fundinum en henni hafi fundist svör starfandi fjármála- og forsætisráðherra nokkuð óljós um áherslur þeirra. „Við þurfum að fá betri útskýringar á ákveðnum hlutum sem voru settir þarna fram,“ segir hún og nefnir atriði úr fjáraukalögum og mál sem varða tekjuhlið ríkissjóðs. Þá þurfi frekari upplýsingar um framkvæmdir eins og Ölfusárbrú. Á meðan línur eru ekki orðnar skýrari segir Þorgerður að formennirnir hafi rætt um að tilgangslaust væri fyrir fjárlaganefnd Alþingis að funda. Ríkur vilji sé hjá allflestum flokkum að afgreiða þau mál sem eðlilegt sé að kára. Þorgerður segir að sér hafi komið á óvart að fundurinn hafi ekki verið betur undirbúinn en að hún sé einnig þakklát fyrir að hann hafi verið haldinn og að formennirnir hafi getað rætt saman opinskátt. „Við þurfum að fá betri svör við okkar spurningum og að er alveg sjálfsagt að gefa ráðherrum þann frest að vinna betur svörin inn í þær spurningar sem við settum fram á fundinum,“ segir Þorgerður. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, við vinnslu fréttarinnar.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira