Fótbolti

Arnar Gunn­laugs­son í banni í úr­slita­leiknum

Siggeir Ævarsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson er ekki óvanur því að fylgjast með leikjum Víkings úr fjarlægð
Arnar Gunnlaugsson er ekki óvanur því að fylgjast með leikjum Víkings úr fjarlægð Vísir/Anton Brink

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun ekki stýra liði sínu þegar liðið mætir Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag þar sem hann tekur út leikbann.

Arnar hefur verið iðinn við kolann í söfnun spjöldum í sumar. Hann nældi sér í tvö rauð spjöld áður en deildinni var skipt upp og nú eru uppsöfnuð gul spjöld orðin fjögur svo að Arnar er kominn í bann.

Arnar var í banni síðastliðið sumar þegar Víkingur fór á Hlíðarenda og varði megninu af leiknum í símanum. Þjálfarar í banni mega ekki hafa nein afskipti af leiknum en Arnar slapp með skrekkinn í það skiptið.

Arnar hefur fylgst með þeim heimaleikjum þar sem hann hefur verið í banni úr fjölmiðlastúkunni, við hlið vallarþularins nánar tiltekið, og verður væntanlega á sínum stað á sunnudaginn. Sölvi Geir Ottesen er aðstoðarþjálfari liðsins og stýrir því í úrslitaleiknum en Víkingum nægir jafntefli til að tryggja sér titilinn.


Tengdar fréttir

Úrslitaleikurinn um titilinn spilaður undir ljósunum

Víkingur og Breiðablik munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta um aðra helgi en það er ljóst hvernig sem fer í leikjum liðanna um komandi helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×