„Ég lagði allt undir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 18:12 Þórdís Kolbrún hafði betur gegn Jóni Gunnarssyni í dag. Hún lagði póltíska framtíð sína að veði og hefur styrkt stöðu sína innan flokksins. Vísir/Ragnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þórdís Kolbrún hafði þar betur í baráttunni við Jón Gunnarsson um annað sætið. Fréttastofa náði tali af Þórdísi fyrir utan Valhöll. Fyrstu viðbrögð. Hvernig líður þér með þetta? „Ég er auðvitað ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta var stór ákvörðun og ekkert sjálfgefið frekar en annað í pólitík og ég lagði allt undir fyrir þennan dag. Þannig það var skrítin tilhugsun að ganga inn í Valhöll. En þetta var sterk niðurstaða og ég er þakklát öllum þeim sem mæta á þennan fund og bera þessa ábyrgð að stilla upp sterku liði,“ „Það er mikið búið að vera í gangi í dag út um allt land en út úr þessu kemur vonandi öflug liðsheild og sterkt lið sem hlakkar mikið til kosningabaráttunnar.“ „Sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna“ Atkvæðagreiðslan fór þannig að Þórdís hlaut 206 atkvæði en Jón 130 sem hlýtur að teljast nokkuð afgerandi stuðningur. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir þig? „Þetta er afgerandi niðurstaða af þessum fundi. Þetta er ekki opið prófkjör þannig það eru ekki allir sem hafa seturétt, eingöngu þau sem geta mætt á fundinn geta kosið. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir mig og ég er gríðarlega þakklát og ætla að halda áfram að gera mitt besta til þess að enginn þurfi að sjá eftir því að veðja á mig og veitt mér tækifæri.“ Hafðirðu hug á að bjóða þig fram í þriðja sæti ef þú hefðir ekki haft erindi sem erfiði? „Ég vildi ekki svara því fyrir fundinn, hvorki gagnvart mér persónulega að stilla upp slíkum sviðsmyndum né setja fundinn í þá stöðu og sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna því þetta fór svona.“ Rædduð þið Jón saman? Ertu búin að heyra í honum eftir að þetta varð ljóst? „Við ræddum saman í gegnum baráttuna. Hann hefur vikið af fundi en ég er búinn að senda honum skilaboð. Við förum áfram í þessa baráttu hvert með sínum hætti. Við Jón erum góðir vinir og góðir félagar, höfum unnið saman í mörg ár og tekið marga slagi bæði innanflokks og utan.“ Breytingar í Sjálfstæðisflokknum Listar eru farnir að skýrast í mörgum kjördæmum og er ljóst að margir af núverandi þingmönnum Sjálfstæðiflokksins eru að detta af þingi. Hvernig líst þér á þær vendingar sem hafa orðið í dag? „Þetta gerist allt ótrúlega hratt og auðvitað er eftirspurn eftir því að það sé hrist upp í hlutunum. Þetta er vandasamt fyrir þau sem eru að stilla upp lista. Það er eftirsjá að góðu fólki, vönduðu fólki, félögum sem bera uppi mál niðri á þingi og eru hugmyndafræðilega mjög sterk. En þetta fylgir bara pólitíkinni. Núna erum við auðvitað ekki með prófkjör af því það vinnst ekki tími í það og þá er þessi leið viðhöfð. Ekkert af þessu er gallalaust en það fylgir því líka í pólitík að það eru ákveðin sæti og það þýðir að nýtt fólk tekur pláss. Þetta er líka kynslóðamál, kynslóðir taka pláss og það eru breytingar.“ Hafi verið strembnir dagar Það hlýtur að vera þungu fargi af þér létt núna. Varstu ekki stressuð þarna inni áðan? „Ég held nú stundum að það sé eitthvað að mér af því ég er almennt frekar yfirveguð og slök. En þetta eru búnir að vera mjög strembnir dagar, þetta gerist hratt og það gengur mikið á. Alls konar komið upp, velkomið og óvelkomið. Því fylgir auðvitað mikið stress. Eins og ég sagði, ég lagði allt undir, ég var að taka stóra áhættu og ákvörðun. En ég var algjörlega sannfærð um að það væri rétt ákvörðun fyrir mig hvernig sem færi. Svona niðurstaða af þessum fundi er góð. Þetta er varða fyrir vörðu, nú er næsta verkefni að henda sér í kosningabaráttu.“ Hægrið ekki á leiðinni út úr flokknum Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hún vildi leiða Miðflokkinn í Reykjavík. Því hefur verið fleygt fram að hægrið sé að leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Hvernig lýst þér á þessar vendingar? „Ég held það sé alveg augljóst að hægrið er ekki á leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka bara til að fara í kosningabaráttu og kalla fram afstöðu annarra flokka, meðal annars Miðflokksins, til ýmiss konar hægrimála. Ég eiginlega get ekki beðið. Ég óska vinkonu minni Sigríði Andersen góðs gengis í sínu verkefni. Þetta er auðvitað stór frétt, hún kemur ekki að öllu leyti á óvart en þetta er stór frétt. Það er það sem er svo spennandi við pólitík, hún er ofboðslega lifandi. Við höfum séð það á undanförnum dögum hvað hlutirnir breytast hratt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við val á efstu fjórum sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þórdís Kolbrún hafði þar betur í baráttunni við Jón Gunnarsson um annað sætið. Fréttastofa náði tali af Þórdísi fyrir utan Valhöll. Fyrstu viðbrögð. Hvernig líður þér með þetta? „Ég er auðvitað ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta var stór ákvörðun og ekkert sjálfgefið frekar en annað í pólitík og ég lagði allt undir fyrir þennan dag. Þannig það var skrítin tilhugsun að ganga inn í Valhöll. En þetta var sterk niðurstaða og ég er þakklát öllum þeim sem mæta á þennan fund og bera þessa ábyrgð að stilla upp sterku liði,“ „Það er mikið búið að vera í gangi í dag út um allt land en út úr þessu kemur vonandi öflug liðsheild og sterkt lið sem hlakkar mikið til kosningabaráttunnar.“ „Sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna“ Atkvæðagreiðslan fór þannig að Þórdís hlaut 206 atkvæði en Jón 130 sem hlýtur að teljast nokkuð afgerandi stuðningur. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir þig? „Þetta er afgerandi niðurstaða af þessum fundi. Þetta er ekki opið prófkjör þannig það eru ekki allir sem hafa seturétt, eingöngu þau sem geta mætt á fundinn geta kosið. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir mig og ég er gríðarlega þakklát og ætla að halda áfram að gera mitt besta til þess að enginn þurfi að sjá eftir því að veðja á mig og veitt mér tækifæri.“ Hafðirðu hug á að bjóða þig fram í þriðja sæti ef þú hefðir ekki haft erindi sem erfiði? „Ég vildi ekki svara því fyrir fundinn, hvorki gagnvart mér persónulega að stilla upp slíkum sviðsmyndum né setja fundinn í þá stöðu og sem betur fer þarf ég ekki að svara því núna því þetta fór svona.“ Rædduð þið Jón saman? Ertu búin að heyra í honum eftir að þetta varð ljóst? „Við ræddum saman í gegnum baráttuna. Hann hefur vikið af fundi en ég er búinn að senda honum skilaboð. Við förum áfram í þessa baráttu hvert með sínum hætti. Við Jón erum góðir vinir og góðir félagar, höfum unnið saman í mörg ár og tekið marga slagi bæði innanflokks og utan.“ Breytingar í Sjálfstæðisflokknum Listar eru farnir að skýrast í mörgum kjördæmum og er ljóst að margir af núverandi þingmönnum Sjálfstæðiflokksins eru að detta af þingi. Hvernig líst þér á þær vendingar sem hafa orðið í dag? „Þetta gerist allt ótrúlega hratt og auðvitað er eftirspurn eftir því að það sé hrist upp í hlutunum. Þetta er vandasamt fyrir þau sem eru að stilla upp lista. Það er eftirsjá að góðu fólki, vönduðu fólki, félögum sem bera uppi mál niðri á þingi og eru hugmyndafræðilega mjög sterk. En þetta fylgir bara pólitíkinni. Núna erum við auðvitað ekki með prófkjör af því það vinnst ekki tími í það og þá er þessi leið viðhöfð. Ekkert af þessu er gallalaust en það fylgir því líka í pólitík að það eru ákveðin sæti og það þýðir að nýtt fólk tekur pláss. Þetta er líka kynslóðamál, kynslóðir taka pláss og það eru breytingar.“ Hafi verið strembnir dagar Það hlýtur að vera þungu fargi af þér létt núna. Varstu ekki stressuð þarna inni áðan? „Ég held nú stundum að það sé eitthvað að mér af því ég er almennt frekar yfirveguð og slök. En þetta eru búnir að vera mjög strembnir dagar, þetta gerist hratt og það gengur mikið á. Alls konar komið upp, velkomið og óvelkomið. Því fylgir auðvitað mikið stress. Eins og ég sagði, ég lagði allt undir, ég var að taka stóra áhættu og ákvörðun. En ég var algjörlega sannfærð um að það væri rétt ákvörðun fyrir mig hvernig sem færi. Svona niðurstaða af þessum fundi er góð. Þetta er varða fyrir vörðu, nú er næsta verkefni að henda sér í kosningabaráttu.“ Hægrið ekki á leiðinni út úr flokknum Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hún vildi leiða Miðflokkinn í Reykjavík. Því hefur verið fleygt fram að hægrið sé að leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Hvernig lýst þér á þessar vendingar? „Ég held það sé alveg augljóst að hægrið er ekki á leiðinni út úr Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka bara til að fara í kosningabaráttu og kalla fram afstöðu annarra flokka, meðal annars Miðflokksins, til ýmiss konar hægrimála. Ég eiginlega get ekki beðið. Ég óska vinkonu minni Sigríði Andersen góðs gengis í sínu verkefni. Þetta er auðvitað stór frétt, hún kemur ekki að öllu leyti á óvart en þetta er stór frétt. Það er það sem er svo spennandi við pólitík, hún er ofboðslega lifandi. Við höfum séð það á undanförnum dögum hvað hlutirnir breytast hratt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent