Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2024 06:20 Svandís Svavarsdóttir tók við Innviðaráðuneytinu af Sigurði Inga Jóhannssyni fyrir hálfu ári, þann 10. apríl. Núna er Sigurður Ingi aftur tekinn við ráðuneytinu. Vilhelm Gunnarsson Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. „Áskorun til innviðaráðherra um flug- og starfsöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ er yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar, sem fram fer á Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Arnór Valdimarsson. Í texta undirskriftalistans segir: „Við undirrituð skorum hér með á Innviðaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi Innviðaráðherra til ISAVIA um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg geti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.“ Fullyrt er í textanum að þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir númer 80 frá 2022. Jafnframt segir: „Einnig skorum við á Sigurð Inga að ganga í það að grisja ofvöxt trjáa í Öskjuhlíð sem standa upp í hindranaflöt fyrir aðflug og brottflug, og einnig brjóta sömu lög. Það er skylda Innviðaráherra tryggja að flugöryggi og flugrekstraröryggi skerðist hvergi á meðan hann er þar sem hann er,“ segir ennfremur. Á flugfréttasíðunni Fróðleiksmolar um flug lýsir Arnór Valdimarsson forsögu undirskriftasöfnunarinnar meðal annars svo: „Fyrrverandi innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Það vita allir að það var gert til að eyðileggja flugvöllinn og þar með svíkja gild samkomulög. Nú er hún ekki ráðherra lengur og Sigurður Ingi hefur aftur tekið við sem innviðaráðherra. Hann hefur sagt sem innviðaráðherra að Reykjavíkurborg muni ekki fá að byggja upp á flugvallarlandi í Nýja Skerjafirði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starfsemi sem í dag er á Reykjavíkurflugvelli.“ Þetta sögðu þau Svandís og Sigurður Ingi um málið fyrir tólf dögum: Hér má sjá hvaða skoðun Sigurður Ingi lýsti á málinu sem innviðaráðherra rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vorið 2022: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
„Áskorun til innviðaráðherra um flug- og starfsöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ er yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar, sem fram fer á Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Arnór Valdimarsson. Í texta undirskriftalistans segir: „Við undirrituð skorum hér með á Innviðaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi Innviðaráðherra til ISAVIA um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg geti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.“ Fullyrt er í textanum að þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir númer 80 frá 2022. Jafnframt segir: „Einnig skorum við á Sigurð Inga að ganga í það að grisja ofvöxt trjáa í Öskjuhlíð sem standa upp í hindranaflöt fyrir aðflug og brottflug, og einnig brjóta sömu lög. Það er skylda Innviðaráherra tryggja að flugöryggi og flugrekstraröryggi skerðist hvergi á meðan hann er þar sem hann er,“ segir ennfremur. Á flugfréttasíðunni Fróðleiksmolar um flug lýsir Arnór Valdimarsson forsögu undirskriftasöfnunarinnar meðal annars svo: „Fyrrverandi innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Það vita allir að það var gert til að eyðileggja flugvöllinn og þar með svíkja gild samkomulög. Nú er hún ekki ráðherra lengur og Sigurður Ingi hefur aftur tekið við sem innviðaráðherra. Hann hefur sagt sem innviðaráðherra að Reykjavíkurborg muni ekki fá að byggja upp á flugvallarlandi í Nýja Skerjafirði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starfsemi sem í dag er á Reykjavíkurflugvelli.“ Þetta sögðu þau Svandís og Sigurður Ingi um málið fyrir tólf dögum: Hér má sjá hvaða skoðun Sigurður Ingi lýsti á málinu sem innviðaráðherra rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vorið 2022:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22