Vill leiða Miðflokkinn í Suðurkjördæmi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 23:21 Tómas Ellert Tómasson er einn af stofnfélögum Miðflokksins og hefur gegnt ýmsum störfum innan hans. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, sækist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Hann hefur sent tilkynningu þess efnis á uppstillingarnefnd Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við fréttastofu segist Tómas hafa velt því fyrir sér undanfarna daga að bjóða fram krafta sína á framboðslista flokksins í kjördæminu. „Það er óhætt að segja að margir hafa komið að máli við mig undanfarið og rætt þau mál við mig, bæði flokksmenn og aðrir og hvatt mig til að óska eftir oddvitasætinu. Ég væri að bregðast því fólki sem að ég get kallað stuðningsmenn mína ef að ég óskaði ekki eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi,“ segir hann. „Ég óska því eftir við uppstillinganefnd að fá umboð til að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi,“ segir Tómas Ellert. Þess ber að geta að Tómas var einn dyggasti stuðningsmaður Höllu Hrundar í síðustu forsetakosningum en mun mögulega þurfa að ata kappi við hana í Alþingiskosningum. Gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins Tómas Ellert var einn af stofnfélögum Miðflokksins árið 2017 og var bæjarfulltrúi flokksins í Árborg frá 2018 til 2022 þar sem hann var meirihlutasamstarfi. Miðflokkurinn náði ekki inn fulltrúa í Árborg í sveitarstjórnarkosningum 2022. Tómas hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn og var kosningastjóri flokksins á landsvísu í Alþingiskosningum haustið 2021. Hann er nú í málefnanefnd Miðflokksins og varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi. Hann snýr sér nú að landspólitíkinni. Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en yfirgaf hann strax eftir kosningar og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sakaði eiganda fasteignafélags um mútur Árið 2023 sakaði Tómas forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hafði þá eftir Tómasi að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ sagði Tómas við Heimildina. Málið fór á borð héraðssaksóknara en á endanum var rannsókn á því hætt. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Árborg Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Hann hefur sent tilkynningu þess efnis á uppstillingarnefnd Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við fréttastofu segist Tómas hafa velt því fyrir sér undanfarna daga að bjóða fram krafta sína á framboðslista flokksins í kjördæminu. „Það er óhætt að segja að margir hafa komið að máli við mig undanfarið og rætt þau mál við mig, bæði flokksmenn og aðrir og hvatt mig til að óska eftir oddvitasætinu. Ég væri að bregðast því fólki sem að ég get kallað stuðningsmenn mína ef að ég óskaði ekki eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi,“ segir hann. „Ég óska því eftir við uppstillinganefnd að fá umboð til að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi,“ segir Tómas Ellert. Þess ber að geta að Tómas var einn dyggasti stuðningsmaður Höllu Hrundar í síðustu forsetakosningum en mun mögulega þurfa að ata kappi við hana í Alþingiskosningum. Gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins Tómas Ellert var einn af stofnfélögum Miðflokksins árið 2017 og var bæjarfulltrúi flokksins í Árborg frá 2018 til 2022 þar sem hann var meirihlutasamstarfi. Miðflokkurinn náði ekki inn fulltrúa í Árborg í sveitarstjórnarkosningum 2022. Tómas hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn og var kosningastjóri flokksins á landsvísu í Alþingiskosningum haustið 2021. Hann er nú í málefnanefnd Miðflokksins og varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi. Hann snýr sér nú að landspólitíkinni. Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en yfirgaf hann strax eftir kosningar og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sakaði eiganda fasteignafélags um mútur Árið 2023 sakaði Tómas forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hafði þá eftir Tómasi að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ sagði Tómas við Heimildina. Málið fór á borð héraðssaksóknara en á endanum var rannsókn á því hætt.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Árborg Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent