Búin að biðja Jón afsökunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 18:36 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir bjóða sig bæði fram í 2. sæti í Suðvesturkjördæmi og verður krefjandi fyrir uppstillingarnefnd að velja á milli þeirra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur beðið Jón Gunnarsson, flokksfélaga sinn, afsökunar fyrir að hafa ekki látið hann vita fyrirfram að hún byði sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af því að Þórdís hygðist bjóða sig fram í kjördæminu fyrr en hann las um það í Morgunblaðinu. Þá var hann þegar búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að sækjast aftur eftir öðru sætinu sem hann hefur vermt frá því í prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosningar. Búin að sjatla málið Greint var frá málinu í Spursmálum mbl.is þar sem Jón og Þórdís voru bæði gestir. Þar spurði Stefán Einar Stefánsson Þórdísi hvort það hefði ekki verið klókt eða kurteisi að setja sig í samband við Jón. „Fyrst þegar ég set það út í kosmósið að þetta sé eitthvað sem ég sé að íhuga þá er ég á þeim tímapunkti ekki búin að taka ákvörðun um hvernig er best að gera þetta. Einmitt af því þetta kemur allt mjög hratt upp,“ svaraði Þórdís og sagði svo: „Auðvitað hefði ég átt að láta hann formlega vita og ræða það og fara yfir það hvers vegna ég væri að gera þetta. Það er ég búin að segja við Jón og ég hef beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það með formlegum hætti. „Við erum búin að sjatla það á milli okkar,“ skaut Jón þá inn í áður en Þórdís hélt áfram: „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir skýrum ramma um áfengissölu Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af því að Þórdís hygðist bjóða sig fram í kjördæminu fyrr en hann las um það í Morgunblaðinu. Þá var hann þegar búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að sækjast aftur eftir öðru sætinu sem hann hefur vermt frá því í prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosningar. Búin að sjatla málið Greint var frá málinu í Spursmálum mbl.is þar sem Jón og Þórdís voru bæði gestir. Þar spurði Stefán Einar Stefánsson Þórdísi hvort það hefði ekki verið klókt eða kurteisi að setja sig í samband við Jón. „Fyrst þegar ég set það út í kosmósið að þetta sé eitthvað sem ég sé að íhuga þá er ég á þeim tímapunkti ekki búin að taka ákvörðun um hvernig er best að gera þetta. Einmitt af því þetta kemur allt mjög hratt upp,“ svaraði Þórdís og sagði svo: „Auðvitað hefði ég átt að láta hann formlega vita og ræða það og fara yfir það hvers vegna ég væri að gera þetta. Það er ég búin að segja við Jón og ég hef beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það með formlegum hætti. „Við erum búin að sjatla það á milli okkar,“ skaut Jón þá inn í áður en Þórdís hélt áfram: „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir skýrum ramma um áfengissölu Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13