Fleiri þvottavélar en pólitíkusar á skjánum vikuna fyrir kosningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2024 21:20 Örn Úlfar Sævarsson er hugmyndasmiður hjá ENNEMM. Það er morgunljóst að fleiri þvottavélar á afslætti verða á skjám landsmanna vikuna fyrir kosningar en frambjóðendur. Þetta segir hugmyndasmiður á auglýsingastofu sem segir öll bestu auglýsingaplássin löngu uppbókuð. Það sem mörgum finnst það skemmtilegasta við kosningabaráttur eru íburðarmiklar auglýsingar þar sem þingmenn og aðrir sem freista þess að komast inn á þing reyna að sannfæra kjósendur um að þeir séu alþýðulegir, heiðarlegir og séu hæfir til að stýra landinu. Rúmur mánuður í kosningar og því óvíst hvort flokkarnir hafi tíma til að hlaða í áhrifamiklar auglýsingar. „Já ég held að það sé alveg tími en vandamálið er, hvar ætlaru að birta þær?“ veltir Örn Úlfar Sævarsson, Hugmyndasmiður hjá ENNEMM upp í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Bestu plássin löngu farin Tímasetningin kosninganna er nefnilega ekki sú besta upp á birtingar auglýsinga. Black Friday eða Svartur fössari er daginn fyrir kosningar með tilheyrandi auglýsingafargan og Cyber Monday tveimur dögum eftir kosningar. „Þannig öll bestu auglýsingaplássin eru löngu löngu farin.“ Hann segir nánast útilokað fyrir flokkana að fá auglýsingar birtar rétt fyrir fréttir, kappræður eða Vikuna með Gísla Marteini. Einstaka skjáauglýsingar gætu þó verið lausar og slott í dagblaði. Sú staða gæti því komið upp að nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar sumir landsmenn vita ekkert hvað skal kjósa, verði meira framboð af upplýsingum um heimilistæki á afslætti en stefnumálum flokkana. „Það er allavegana ljóst að það verða fleiri þvottavélar í framboði vikuna fyrir kosningar í auglýsingum heldur en pólitíkusar.“ Samfélagsmiðlarnir komi sterkir inn Gamli tíminn þurfi því að mæta þeim nýja í baráttunni. Flokkarnir þurfi annars vegar að nýta samfélagsmiðla og standa gömlu góðu vaktina í anddyri verslanamiðstöðva. „Séu að dreifa blómum og öðru fyrir framan verslanir og séu svolítið duglegir, það reynir þá á þessa frambjóðendur. Og ég held að það sé stórt tækifæri að vera með eitthvað áhugavert og skemmtilegt á samfélagsmiðlum. Það munu allir flokkarnir reyna það en ekki öllum takast það.“ Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Það sem mörgum finnst það skemmtilegasta við kosningabaráttur eru íburðarmiklar auglýsingar þar sem þingmenn og aðrir sem freista þess að komast inn á þing reyna að sannfæra kjósendur um að þeir séu alþýðulegir, heiðarlegir og séu hæfir til að stýra landinu. Rúmur mánuður í kosningar og því óvíst hvort flokkarnir hafi tíma til að hlaða í áhrifamiklar auglýsingar. „Já ég held að það sé alveg tími en vandamálið er, hvar ætlaru að birta þær?“ veltir Örn Úlfar Sævarsson, Hugmyndasmiður hjá ENNEMM upp í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Bestu plássin löngu farin Tímasetningin kosninganna er nefnilega ekki sú besta upp á birtingar auglýsinga. Black Friday eða Svartur fössari er daginn fyrir kosningar með tilheyrandi auglýsingafargan og Cyber Monday tveimur dögum eftir kosningar. „Þannig öll bestu auglýsingaplássin eru löngu löngu farin.“ Hann segir nánast útilokað fyrir flokkana að fá auglýsingar birtar rétt fyrir fréttir, kappræður eða Vikuna með Gísla Marteini. Einstaka skjáauglýsingar gætu þó verið lausar og slott í dagblaði. Sú staða gæti því komið upp að nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar sumir landsmenn vita ekkert hvað skal kjósa, verði meira framboð af upplýsingum um heimilistæki á afslætti en stefnumálum flokkana. „Það er allavegana ljóst að það verða fleiri þvottavélar í framboði vikuna fyrir kosningar í auglýsingum heldur en pólitíkusar.“ Samfélagsmiðlarnir komi sterkir inn Gamli tíminn þurfi því að mæta þeim nýja í baráttunni. Flokkarnir þurfi annars vegar að nýta samfélagsmiðla og standa gömlu góðu vaktina í anddyri verslanamiðstöðva. „Séu að dreifa blómum og öðru fyrir framan verslanir og séu svolítið duglegir, það reynir þá á þessa frambjóðendur. Og ég held að það sé stórt tækifæri að vera með eitthvað áhugavert og skemmtilegt á samfélagsmiðlum. Það munu allir flokkarnir reyna það en ekki öllum takast það.“
Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira