„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 13:37 Þórunn og Guðmundur Árni ætla sér bæði að leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum. vísir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag. Þórunn og Guðmundur Árni hafa bæði áratugalanga reynslu úr pólitík. Þau hafa bæði verið ráðherrar, hurfu til annarra starfa upp úr aldamótum en sneru aftur í stjórnmálin tiltölulega nýlega. Þórunn segist vel stemmd, það sé heilbrigðismerki fyrir flokkinn að keppst sé um forystusæti. „Í stórum þingflokki, sem við verðum vonandi eftir kosningarnar, þá þarf rétta blöndu bæði af nýliðun og reynslu. Þannig virkar það best í pólitíkinni, bæði í Samfylkingunni og öðrum flokkum,“ segir Þórunn. Afgerandi nýliðun hefur orðið hjá Samfylkingunni síðustu misseri og fólk með reynslu horfið á braut. Þórunn upplifir ekki að þróunin sé í þá átt að verið sé að bola henni burt, sem fulltrúa gömlu Samfylkingarinnar, ef svo má að orði komast. „Nei, ég upplifi það ekki þannig og ég held að það sé mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þetta er lýðræðislegt ferli og það eru félagar í Samfylkingunni, fólkið sem starfar í grasrót flokksins, sem á endanum ákveður hvernig framboðslistar líta út.“ Býður sig ekki fram á móti einum eða neinum Guðmundur Árni segist bjóða sig fram í fullri auðmýkt til að leiða listann. Flokkurinn náði aðeins inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu þingkosningum, Þórunni, en Guðmundur Árni vill ná fjórum mönnum inn nú. „Það er jákvætt að margir gefi kost á sér, það var góður fundur í gærkvöldi þar sem við lögðum línur, og ég treysti mínu fólki til að finna farsæla lausn á þessu,“ segir Guðmundur Árni. Þá lítur hann ekki svo á að hann sé að troða Þórunni, sem vermdi sætið síðast, um tær. „Ég býð mig ekki fram á móti einum eða neinum, ég býð bara einfaldlega fram mína starfskrafta. Ég er varaformaður flokksins og hef reynt að styrkja starfið og það hefur gengið prýðilega. Við erum vel í stakk búin til að vinna kosningasigur á landinu öllu.“ Hvorugt þeirra svarar því hvert næsta skref yrði, hefðu þau ekki erindi sem erfiði Fari svo að þér verði boðið sæti neðar á lista, muntu taka því? „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ svarar Þórunn. „Ég svara engu í viðtengingarhætti,“ segir Guðmundur Árni við sömu spurningu. „Ég er að bjóða mig fram í þetta sæti og bíð niðurstöðu Í því. Svo sjáum við hvað setur.“ Spennan eykst Mikil ásókn virðist vera í sæti á lista Samfylkingarinnar. Tveir þekktir nýliðar blönduðu sér í baráttuna í morgun; Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins gefur kost á sér í 2. sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og Flosi Eiríksson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, íhugar alvarlega að gefa kost á sér. Á sunnudag verða svo allra augu á Valhöll; þá verður úr því skorið hvernig listi flokksins í Kraganum lítur út. Þar vilja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Jón Gunnarsson bæði annað sætið og einkum er talið mikið undir fyrir Þórdísi, sem ætlar sér formennsku þegar fram líða stundir. Ekki náðist í Þórdísi fyrir hádegisfréttir og Jón vildi ekki veita viðtal um málið. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
Þórunn og Guðmundur Árni hafa bæði áratugalanga reynslu úr pólitík. Þau hafa bæði verið ráðherrar, hurfu til annarra starfa upp úr aldamótum en sneru aftur í stjórnmálin tiltölulega nýlega. Þórunn segist vel stemmd, það sé heilbrigðismerki fyrir flokkinn að keppst sé um forystusæti. „Í stórum þingflokki, sem við verðum vonandi eftir kosningarnar, þá þarf rétta blöndu bæði af nýliðun og reynslu. Þannig virkar það best í pólitíkinni, bæði í Samfylkingunni og öðrum flokkum,“ segir Þórunn. Afgerandi nýliðun hefur orðið hjá Samfylkingunni síðustu misseri og fólk með reynslu horfið á braut. Þórunn upplifir ekki að þróunin sé í þá átt að verið sé að bola henni burt, sem fulltrúa gömlu Samfylkingarinnar, ef svo má að orði komast. „Nei, ég upplifi það ekki þannig og ég held að það sé mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að þetta er lýðræðislegt ferli og það eru félagar í Samfylkingunni, fólkið sem starfar í grasrót flokksins, sem á endanum ákveður hvernig framboðslistar líta út.“ Býður sig ekki fram á móti einum eða neinum Guðmundur Árni segist bjóða sig fram í fullri auðmýkt til að leiða listann. Flokkurinn náði aðeins inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu þingkosningum, Þórunni, en Guðmundur Árni vill ná fjórum mönnum inn nú. „Það er jákvætt að margir gefi kost á sér, það var góður fundur í gærkvöldi þar sem við lögðum línur, og ég treysti mínu fólki til að finna farsæla lausn á þessu,“ segir Guðmundur Árni. Þá lítur hann ekki svo á að hann sé að troða Þórunni, sem vermdi sætið síðast, um tær. „Ég býð mig ekki fram á móti einum eða neinum, ég býð bara einfaldlega fram mína starfskrafta. Ég er varaformaður flokksins og hef reynt að styrkja starfið og það hefur gengið prýðilega. Við erum vel í stakk búin til að vinna kosningasigur á landinu öllu.“ Hvorugt þeirra svarar því hvert næsta skref yrði, hefðu þau ekki erindi sem erfiði Fari svo að þér verði boðið sæti neðar á lista, muntu taka því? „Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“ svarar Þórunn. „Ég svara engu í viðtengingarhætti,“ segir Guðmundur Árni við sömu spurningu. „Ég er að bjóða mig fram í þetta sæti og bíð niðurstöðu Í því. Svo sjáum við hvað setur.“ Spennan eykst Mikil ásókn virðist vera í sæti á lista Samfylkingarinnar. Tveir þekktir nýliðar blönduðu sér í baráttuna í morgun; Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins gefur kost á sér í 2. sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og Flosi Eiríksson, fyrrverandi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, íhugar alvarlega að gefa kost á sér. Á sunnudag verða svo allra augu á Valhöll; þá verður úr því skorið hvernig listi flokksins í Kraganum lítur út. Þar vilja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Jón Gunnarsson bæði annað sætið og einkum er talið mikið undir fyrir Þórdísi, sem ætlar sér formennsku þegar fram líða stundir. Ekki náðist í Þórdísi fyrir hádegisfréttir og Jón vildi ekki veita viðtal um málið.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51 Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
„Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Samfylkingarinnar Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 17. október 2024 22:51
Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17. október 2024 13:13