Vill úr borgarstjórn á Alþingi Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 12:52 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi og býður sig fram í Reykjavík. „Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Oddviti í borginni í tvö tímabil Hún segist hafa verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata í borgarstjórn og leitt Pírata tvisvar til kosningasigurs, nú síðast með helmings fylgisaukningu. Þá hafi hún tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem verkefnum og áherslum Pírata hafi verið gert hátt undir höfði og þeir fengið mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. „Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem ég hef gegnt.“ Stolt af árangrinum Píratar hafi í góðu samstarfi náð miklum málefnalegum árangri fyrir almenning og Pírata á þessum tíma þegar kemur meðal annars að loftslagsmálum og grænni borgarþróun, skaðaminnkun, stafrænni umbyltingu og nútímavæðingu þjónustu, lýðræðis- og gagnsæisumbótum, baráttunni gegn spillingu og aðgengi fyrir öll hvort sem það sé trans fólk, fatlað fólk, fátækt fólk eða fólk sem ekki talar íslensku sem móðurmál. „Ég er stolt af mínum verkum og hef lagt allt mitt í störf mín fyrir Pírata og fyrir borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland.“ Píratar Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Oddviti í borginni í tvö tímabil Hún segist hafa verið í forystuhlutverki við stjórnun Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil sem oddviti Pírata í borgarstjórn og leitt Pírata tvisvar til kosningasigurs, nú síðast með helmings fylgisaukningu. Þá hafi hún tvisvar náð samningum um meirihluta og meirihlutasáttmála fjögurra flokka þar sem verkefnum og áherslum Pírata hafi verið gert hátt undir höfði og þeir fengið mikilvæg hlutverk til að fylgja þeim eftir. „Ég hef gegnt formennsku í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, formennsku í umhverfis- og skipulagsráði, stjórnarformennsku í Strætó bs. og var yngsti kjörni forseti borgarstjórnar til að taka sæti svo dæmi séu tekin um þau hlutverk sem ég hef gegnt.“ Stolt af árangrinum Píratar hafi í góðu samstarfi náð miklum málefnalegum árangri fyrir almenning og Pírata á þessum tíma þegar kemur meðal annars að loftslagsmálum og grænni borgarþróun, skaðaminnkun, stafrænni umbyltingu og nútímavæðingu þjónustu, lýðræðis- og gagnsæisumbótum, baráttunni gegn spillingu og aðgengi fyrir öll hvort sem það sé trans fólk, fatlað fólk, fátækt fólk eða fólk sem ekki talar íslensku sem móðurmál. „Ég er stolt af mínum verkum og hef lagt allt mitt í störf mín fyrir Pírata og fyrir borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland.“
Píratar Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira