Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2024 11:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira