Vandræðalegur starfsmaður rak Björn Leví burt frá vínbúðinni Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2024 12:02 Björn Leví hefur sig á brott með sína undirskriftalista, frá Vínbúðinni í Skeifunni; þar er bannað að safna undirskriftum. vísir/einar árnason Björn Leví Gunnarsson þingmaður varð undrandi þar sem hann stóð í sakleysi sínu fyrir utan Vínbúðina og var að safna undirskriftum fyrir Pírata en var rekinn þaðan í burtu. „Já. Ég þurfti víst að hafa uppáskrifað leyfi til að standa þarna á bílastæðinu í Skeifunni,“ segir Björn Leví forviða í samtali við fréttastofu. Þetta gerðist nú í morgun. Björn Leví lýsir því þannig að starfsmaður Vínbúðarinnar hafi komið út, fremur vandræðalegur, og beðið Björn Leví vinsamlegast um að hypja sig. Björn Leví segist ekki vita hvað kom til, hvort yfirboðaðar hans hafi lagt þetta til eða einhver viðskiptavinur Vínbúðarinnar kvartað sérstaklega. „Hann var bara að sinna sínu starfi en hafði augljóslega ekki gaman að því að sinna þessu verki,“ segir Björn Leví sem hlýddi þessu. Fór niður í bæ, stóð fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti og því fylgdu svo engin vandamál. Björn Leví segir að flokkarnir hver um sig þurfi að safna talsverðum slatta af undirskriftum til að fá að bjóða sig fram. Sem Birni finnst skondið en þetta sé nú einu sinni skemmtilegasti tíminn, þá hitti hann marga og gefist færi á að ræða við kjósendur. En það sé í mörg horn að líta, þó ríkisstjórnin hafi verið komin að fótum fram ber kosningarnar engu að síður bratt að. Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Já. Ég þurfti víst að hafa uppáskrifað leyfi til að standa þarna á bílastæðinu í Skeifunni,“ segir Björn Leví forviða í samtali við fréttastofu. Þetta gerðist nú í morgun. Björn Leví lýsir því þannig að starfsmaður Vínbúðarinnar hafi komið út, fremur vandræðalegur, og beðið Björn Leví vinsamlegast um að hypja sig. Björn Leví segist ekki vita hvað kom til, hvort yfirboðaðar hans hafi lagt þetta til eða einhver viðskiptavinur Vínbúðarinnar kvartað sérstaklega. „Hann var bara að sinna sínu starfi en hafði augljóslega ekki gaman að því að sinna þessu verki,“ segir Björn Leví sem hlýddi þessu. Fór niður í bæ, stóð fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti og því fylgdu svo engin vandamál. Björn Leví segir að flokkarnir hver um sig þurfi að safna talsverðum slatta af undirskriftum til að fá að bjóða sig fram. Sem Birni finnst skondið en þetta sé nú einu sinni skemmtilegasti tíminn, þá hitti hann marga og gefist færi á að ræða við kjósendur. En það sé í mörg horn að líta, þó ríkisstjórnin hafi verið komin að fótum fram ber kosningarnar engu að síður bratt að.
Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira