Jólin byrja í Kjötkompaní Kjötkompaní 22. október 2024 09:04 „Það má eiginlega segja að jólin hjá Kjötkompaní byrji í október,“ segir Jón Örn Stefánsson, eigandi fyrirtækisins. Kjötkompaní býður m.a. upp á gómsæt jólahlaðborð, vinsæla jólasmárétti, hátíðarmatinn fyrir aðfangadag og gamlárskvöld, jólakassa til starfsfólks fyrirtækja og hin sívinsælu gjafakort. Jólin eru einn stærsti tími ársins hjá Kjötkompaní sem býður upp á mikið úrval af gæða vörum fyrir heimili landsins og fyrirtæki sem eru farin að skipuleggja jólin. „Það má eiginlega segja að jólin hjá Kjötkompaní byrji í október,“ segir Jón Örn Stefánsson, eigandi fyrirtækisins. „Það ríkir alltaf jafn mikil eftirvænting og stemning fyrir þessum tíma hjá okkur enda eru heimilin farin að undirbúa jólamatinn, vinahittinga og fjölskylduboðin og fyrirtæki landsins farin að skipuleggja jólagleði og jólagjafir til starfsfólks.“ Kjötkompaní býður upp á margt spennandi fyrir jólin. „Jólavertíðin byrjar yfirleitt þegar fyrirtæki fara að undirbúa gjafir til starfsfólks og velunnara. Þar koma gjafakortin okkar gríðarlega sterk inn og jólakassarnir okkar einnig sem eru fullir af góðgæti.“ Jólahlaðborðin eru einnig mjög vinsæl og henta bæði stórum og smáum hópum, fyrirtækjum, vinahópum eða fyrir fjölskylduna. „Við bjóðum upp á ýmsar útfærslur af jólahlaðborðum, forréttarhlaðborð eða stærri hlaðborð. Jólahlaðborðin eru vinsæl og við höfum þegar byrjað að taka við pöntunum á þeim og viljum við hvetja fólk til þess að panta tímalega því sumir dagar seljast fljótt upp.“ Jólahlaðborðin okkar ganga jafnt fyrir litla og stóra hópa en lágmarksfjöldi er átta manns. „Svo höfum við verið að sjá stór og lítil fyrirtæki, deildir innan fyrirtækja, vinahópa og fjölskyldur panta hjá okkur jólahlaðborð. Þau eru einstaklega þægileg þar sem maturinn er tilbúinn fyrir veisluna. Eina sem þarf að gera er að sækja til okkar í Hafnarfjörð, Granda, Bíldshöfða eða einfaldlega fá veisluna senda heim til þín.“ Wellington ævintýrið hefur undið upp á sig Þegar kemur að hátíðarmatnum sjálfum býður Kjötkompaní upp á allt sem til þarf í glæsilegt veisluborð. „Þar má nefna gómsæta forrétti í miklu úrvali, hátíðarsteikina og meðlæti og einnig úrval eftirrétta. Nautalund Wellington hefur verið vinsælasta hátíðarsteikin og verður vinsælli með hverju árinu en við bjóðum upp á hefðbundna nautalund Wellington og nautalund Wellington Deluxe. Við mælum með að fólk tryggi sér Wellington steikina tímanlega því við erum byrjuð að taka við pöntunum.“ Nautalund Wellington hefur verið vinsælasta hátíðarsteikin og verður vinsælli með hverju árinu. Kjötkompaní býður upp á hefðbundna nautalund Wellington og nautalund Wellington Deluxe. Hann segir Wellington ævintýrið hafa heldur betur undið uppá sig. „Fyrir um fimmtán árum síðan ákváðum við fyrst allra verslana að prófa að selja þessa flottu steik og þá tilbúna í ofninn. Okkur fannst þetta bara ganga ágætlega fyrstu jólin þar sem við seldum um fimmtán steikur. Í dag seljum við Wellington steikina í tonnum yfir jól og áramót.“ Steikin er mjög góð og hátíðleg og um leið mjög auðveld og þægileg í eldun að sögn Jóns. „Allar eldunarleiðbeiningar vegna Wellington steikarinnar ásamt öðrum gagnlegum leiðbeiningum er hægt að finna á kjotkompani.is ásamt því að fletta í hátíðarmatreiðslubókinni okkar á vefnum.“ Gjafakort í Kjötkompaní eru frábær jólagjöf og tækifærisgjöf allt árið um kring. Gjafakort og jólakassar eru sívinsæl Eins og fyrr segir hafa gjafakortin og jólakassar til fyrirtækja notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. „Við erum nýlega búin að nútímavæða gjafakortin okkar en nú eru þau rafræn. Þau sem fá gjafakort geta sett þau í Apple Wallet eða Google Wallet í símanum sínum. Þó er einnig hægt að fá gjafakortin í kortaformi sem er skemmtilegt ef fólk er að gefa jólagjafir og jafnvel meira með en þau kort er einnig hægt að setja í Wallet. Þegar kemur að jólakössunum okkar þá eru margir valkostir í boði á kjotkompani.is en séu séróskir um innihald þá tökum við vel í að útbúa kassa með þeim vörum sem viðskiptavinurinn velur.“ Sláðu í gegn með ljúffengri jólaveislu heima Jón segir jólasmáréttina einnig mjög vinsæla og í raun allt öðruvísi en jólahlaðborðin. „Þar erum við með smárétti sem eru stærri en okkar hefðbundnu smáréttir. Þar getur þú sett saman þína jólaveislu með þeim smáréttum sem hentar þínum hópi. Hægt er að skoða úrval smárétta inni á vefsíðu okkar en þar er til dæmis í boði mini Wellington, hreindýraborgari og leverpostej smáréttur og margt annað.“ Nánari upplýsingar á kjotkompani.is. Jólagjafir fyrirtækja Jól Jólamatur Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira
„Það má eiginlega segja að jólin hjá Kjötkompaní byrji í október,“ segir Jón Örn Stefánsson, eigandi fyrirtækisins. „Það ríkir alltaf jafn mikil eftirvænting og stemning fyrir þessum tíma hjá okkur enda eru heimilin farin að undirbúa jólamatinn, vinahittinga og fjölskylduboðin og fyrirtæki landsins farin að skipuleggja jólagleði og jólagjafir til starfsfólks.“ Kjötkompaní býður upp á margt spennandi fyrir jólin. „Jólavertíðin byrjar yfirleitt þegar fyrirtæki fara að undirbúa gjafir til starfsfólks og velunnara. Þar koma gjafakortin okkar gríðarlega sterk inn og jólakassarnir okkar einnig sem eru fullir af góðgæti.“ Jólahlaðborðin eru einnig mjög vinsæl og henta bæði stórum og smáum hópum, fyrirtækjum, vinahópum eða fyrir fjölskylduna. „Við bjóðum upp á ýmsar útfærslur af jólahlaðborðum, forréttarhlaðborð eða stærri hlaðborð. Jólahlaðborðin eru vinsæl og við höfum þegar byrjað að taka við pöntunum á þeim og viljum við hvetja fólk til þess að panta tímalega því sumir dagar seljast fljótt upp.“ Jólahlaðborðin okkar ganga jafnt fyrir litla og stóra hópa en lágmarksfjöldi er átta manns. „Svo höfum við verið að sjá stór og lítil fyrirtæki, deildir innan fyrirtækja, vinahópa og fjölskyldur panta hjá okkur jólahlaðborð. Þau eru einstaklega þægileg þar sem maturinn er tilbúinn fyrir veisluna. Eina sem þarf að gera er að sækja til okkar í Hafnarfjörð, Granda, Bíldshöfða eða einfaldlega fá veisluna senda heim til þín.“ Wellington ævintýrið hefur undið upp á sig Þegar kemur að hátíðarmatnum sjálfum býður Kjötkompaní upp á allt sem til þarf í glæsilegt veisluborð. „Þar má nefna gómsæta forrétti í miklu úrvali, hátíðarsteikina og meðlæti og einnig úrval eftirrétta. Nautalund Wellington hefur verið vinsælasta hátíðarsteikin og verður vinsælli með hverju árinu en við bjóðum upp á hefðbundna nautalund Wellington og nautalund Wellington Deluxe. Við mælum með að fólk tryggi sér Wellington steikina tímanlega því við erum byrjuð að taka við pöntunum.“ Nautalund Wellington hefur verið vinsælasta hátíðarsteikin og verður vinsælli með hverju árinu. Kjötkompaní býður upp á hefðbundna nautalund Wellington og nautalund Wellington Deluxe. Hann segir Wellington ævintýrið hafa heldur betur undið uppá sig. „Fyrir um fimmtán árum síðan ákváðum við fyrst allra verslana að prófa að selja þessa flottu steik og þá tilbúna í ofninn. Okkur fannst þetta bara ganga ágætlega fyrstu jólin þar sem við seldum um fimmtán steikur. Í dag seljum við Wellington steikina í tonnum yfir jól og áramót.“ Steikin er mjög góð og hátíðleg og um leið mjög auðveld og þægileg í eldun að sögn Jóns. „Allar eldunarleiðbeiningar vegna Wellington steikarinnar ásamt öðrum gagnlegum leiðbeiningum er hægt að finna á kjotkompani.is ásamt því að fletta í hátíðarmatreiðslubókinni okkar á vefnum.“ Gjafakort í Kjötkompaní eru frábær jólagjöf og tækifærisgjöf allt árið um kring. Gjafakort og jólakassar eru sívinsæl Eins og fyrr segir hafa gjafakortin og jólakassar til fyrirtækja notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. „Við erum nýlega búin að nútímavæða gjafakortin okkar en nú eru þau rafræn. Þau sem fá gjafakort geta sett þau í Apple Wallet eða Google Wallet í símanum sínum. Þó er einnig hægt að fá gjafakortin í kortaformi sem er skemmtilegt ef fólk er að gefa jólagjafir og jafnvel meira með en þau kort er einnig hægt að setja í Wallet. Þegar kemur að jólakössunum okkar þá eru margir valkostir í boði á kjotkompani.is en séu séróskir um innihald þá tökum við vel í að útbúa kassa með þeim vörum sem viðskiptavinurinn velur.“ Sláðu í gegn með ljúffengri jólaveislu heima Jón segir jólasmáréttina einnig mjög vinsæla og í raun allt öðruvísi en jólahlaðborðin. „Þar erum við með smárétti sem eru stærri en okkar hefðbundnu smáréttir. Þar getur þú sett saman þína jólaveislu með þeim smáréttum sem hentar þínum hópi. Hægt er að skoða úrval smárétta inni á vefsíðu okkar en þar er til dæmis í boði mini Wellington, hreindýraborgari og leverpostej smáréttur og margt annað.“ Nánari upplýsingar á kjotkompani.is.
Jólagjafir fyrirtækja Jól Jólamatur Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira