Ljúffeng flensubanasúpa Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:01 Linda Ben töfraði fram ljúffenga og matarmikla kjúklingasúpu með núðlum og sprettum. Nú þegar haustið er mætt í allri sinni dýrð, fer hið árlega kvef og kuldahrollur að láta á sér bera. Þá er fátt betra en að njóta matarmikillar og heitrar súpu til að fá hlýju í kroppinn. Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu sem er tilvalin á köldu haustkvöldi. „Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Súpur Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
„Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Súpur Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira