Ljúffeng flensubanasúpa Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:01 Linda Ben töfraði fram ljúffenga og matarmikla kjúklingasúpu með núðlum og sprettum. Nú þegar haustið er mætt í allri sinni dýrð, fer hið árlega kvef og kuldahrollur að láta á sér bera. Þá er fátt betra en að njóta matarmikillar og heitrar súpu til að fá hlýju í kroppinn. Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu sem er tilvalin á köldu haustkvöldi. „Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Súpur Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
„Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Súpur Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira