„Hann kýldi mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 23:28 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur. vísir / anton brink Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. „Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira