„Við erum algjörlega miður okkar vegna fregna af andláti Liams. Á einhverjum tímapunkti, og sá tími mun koma, munum við hafa meira að segja. En að svo stöddu viljum við gefa okkur tíma í að syrgja og melta fráfall bróður okkar, sem við elskuðum svo heitt,“ segir í yfirlýsingunni.
„Minningarnar sem við áttum með honum munu búa með okkur að eilífu.“
Liam Payne var 31 árs gamall, en hann var einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction ásamt þeim Zayn Malik, Niall Horan, Harry Styles og Louis Tomlinson. Þeir fjórir skrifa allir undir yfirlýsinguna sem birtist á samfélagsmiðlinum Instagram.
„Nú er hugur okkar hjá fjölskyldu hans, ástvinum og aðdáendum sem elskuðu hann ásamt okkur. Við munum sakna hans gífurlega mikið. Við elskum þig Liam.“