Íslenska kvennaliðið varð í 2. sæti, hársbreidd á eftir Svíþjóð. Ísland fékk 17.950 fyrir dansinn, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólíni. Íslenska liðið fékk alls 53.250 stig. Svíar urðu efstir með 53.950 stig og Danir í 3. sæti með 51.200 stig.
Blandað lið Íslands varð í 4. sæti af tíu liðum. Sex þeirra komust í úrslit. Íslenska liðið fékk 51.100 stig og var 6.900 stigum á eftir Danmörku sem var hlutskörpust.
Úrslitin á EM fara fram á laugardaginn. Íslenska kvennaliðið hefur þrisvar sinnum orðið Evrópumeistari, síðast 2021.