Þetta staðfestir Laufey í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa hætt hjá SFS í byrjun mánaðar og hafið störf hjá Miðflokknum sem verkefnastjóri þar sem hún mun aðstoða flokkinn í tengslum við kosningabaráttuna framundan.
Laufey er lögfræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík (MA) og Háskóla Íslands (BA). Hún starfaði sem aðstoðarmaður Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra frá 2017 og síðar sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi frá 2019.
Áður en hún hóf störf sem aðstoðarmaður ráðherra starfaði hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2014. Hún var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2015 til 2017 og sat í stjórn sambandsins um árabil.
Sambýlismaður Laufeyjar er Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.