Klukkan 15:00 í dag munu formaður KSÍ, borgarstjóri og ráðherra íþróttamála taka fyrstu skóflustunguna á Laugardalsvellinum.
Síðasti keppnisleikurinn á gamla grasinu var á mánudaginn þegar Ísland tapaði fyrir Tyrklandi, 2-4, í Þjóðadeildinni.
Í gær spiluðu starfsfólk KSÍ og ýmsir gestir svo síðasta leikinn á grasinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og smellti af skemmtilegum myndum.