Starfsstjórn með minnihluta á Alþingi tekur við síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2024 12:13 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætir til ríkisstjórnarfundar í gær þar sem tillaga um þingrof og lausn ráðherra frá embætti voru fyrst á dagskrá. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem mynduð var í apríl verður formlega leyst frá völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, tveimur dögum eftir að forseti Íslands samþykkti lausn hans og annarra ráðherra þeirrar ríkisstjórnar úr embætti og skipaði alla ráðherrana í starfsstjórn. Ný minnihluta-starfsstjórn tekur við völdum á Bessastöðum síðdegis. Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira