„Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2024 12:02 Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkssviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Sigurjón Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, birti pistil á Vísi þar sem hún sagði mikilvægt að kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem hefði náðst fyrr á árinu. Kennarar vilja sömu kjör og háskólamenntaðir sérfræðingar á almenna vinnumarkaðnum. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA, segir lækkun vaxta og verðbólgu samfélagslegt verkefni. „kennarar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi og við skiljum það vel að þeir sem sækjast eftir þessum störfum vilji einnig hafa eðlileg og góð kjör en við höfum einnig gert kjarasamninga á vinnumarkaðnum sem hafa það að markmiði sem stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Þetta er samfélagslegt verkefni sem allir þurfa að taka þátt í. Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni vegna þess að það eru fjölmargir aðrir hópar sem eiga eftir að klára sína samninga og horfa til þess sem samið verður um við kennara þannig að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar sem getur raskað þessu jafnvægi og kjarasátt getur haft mjög alvarleg áhrif.“ Almenni vinnumarkaðurinn sé í samkeppni við ríkið um háskólamenntaða starfsmenn. „Þar sem ríkið hefur verið jafnvel að leiða launamál og á sama tíma að bjóða ýmis hagstæðari kjör þannig að verulegar hækkanir sérfræðinga hjá ríkinu getur aftur þá leitt til launaskriðs og aukins launaskriðs hjá almenna vinnumarkaðnum sem getur haft neikvæð áhrif á þróun verðbólgu og þar með vaxta.“ Þá segir hann að samanburður kennara við háskólamenntaða á almennum vinnumarkaði sé snúinn. „Mjög stór hluti háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði eru á pakkalaunum þar sem öll yfirvinna er innifalin í þeirra mánaðalaunum. Því er ekki hægt að bera saman dagvinnulaun kennara við laun háskólamenntaðra vegna þess að það getur verið mun meiri og lengri vinnutími innifalinn í launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði. Auk þess eru margir kostnaðarliðir sem hvíla á opinberum vinnuveitendum umfram almenna og það er eðlilegt að horfa til þess kostnaðar þegar kjör eru borin saman.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 Segjast ekki hafa fengið formlega kröfugerð frá kennurum Samninganefndir í kennaradeilunni komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Þetta var fyrsti fundur síðan boðað var til verkfalla sem eiga að bresta á í lok mánaðar. Formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir kennara ekki hafa formlega lagt fram kröfugerð og formaður Kennarasambandsins segir yfirvofandi verkföll skerpa fókusinn hjá öllum. 15. október 2024 11:36 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, birti pistil á Vísi þar sem hún sagði mikilvægt að kjarasamningar opinberra starfsmanna raski ekki þeirri kjarasátt sem hefði náðst fyrr á árinu. Kennarar vilja sömu kjör og háskólamenntaðir sérfræðingar á almenna vinnumarkaðnum. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA, segir lækkun vaxta og verðbólgu samfélagslegt verkefni. „kennarar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi og við skiljum það vel að þeir sem sækjast eftir þessum störfum vilji einnig hafa eðlileg og góð kjör en við höfum einnig gert kjarasamninga á vinnumarkaðnum sem hafa það að markmiði sem stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Þetta er samfélagslegt verkefni sem allir þurfa að taka þátt í. Kennarar eru ekki eyland í kjarabaráttunni vegna þess að það eru fjölmargir aðrir hópar sem eiga eftir að klára sína samninga og horfa til þess sem samið verður um við kennara þannig að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar sem getur raskað þessu jafnvægi og kjarasátt getur haft mjög alvarleg áhrif.“ Almenni vinnumarkaðurinn sé í samkeppni við ríkið um háskólamenntaða starfsmenn. „Þar sem ríkið hefur verið jafnvel að leiða launamál og á sama tíma að bjóða ýmis hagstæðari kjör þannig að verulegar hækkanir sérfræðinga hjá ríkinu getur aftur þá leitt til launaskriðs og aukins launaskriðs hjá almenna vinnumarkaðnum sem getur haft neikvæð áhrif á þróun verðbólgu og þar með vaxta.“ Þá segir hann að samanburður kennara við háskólamenntaða á almennum vinnumarkaði sé snúinn. „Mjög stór hluti háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði eru á pakkalaunum þar sem öll yfirvinna er innifalin í þeirra mánaðalaunum. Því er ekki hægt að bera saman dagvinnulaun kennara við laun háskólamenntaðra vegna þess að það getur verið mun meiri og lengri vinnutími innifalinn í launum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði. Auk þess eru margir kostnaðarliðir sem hvíla á opinberum vinnuveitendum umfram almenna og það er eðlilegt að horfa til þess kostnaðar þegar kjör eru borin saman.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53 Segjast ekki hafa fengið formlega kröfugerð frá kennurum Samninganefndir í kennaradeilunni komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Þetta var fyrsti fundur síðan boðað var til verkfalla sem eiga að bresta á í lok mánaðar. Formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir kennara ekki hafa formlega lagt fram kröfugerð og formaður Kennarasambandsins segir yfirvofandi verkföll skerpa fókusinn hjá öllum. 15. október 2024 11:36 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Kjarasamningar opinberra starfsmanna megi ekki raska kjarasátt „Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“ 17. október 2024 06:53
Segjast ekki hafa fengið formlega kröfugerð frá kennurum Samninganefndir í kennaradeilunni komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Þetta var fyrsti fundur síðan boðað var til verkfalla sem eiga að bresta á í lok mánaðar. Formaður samninganefndar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir kennara ekki hafa formlega lagt fram kröfugerð og formaður Kennarasambandsins segir yfirvofandi verkföll skerpa fókusinn hjá öllum. 15. október 2024 11:36
Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26