Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti.
Í umfjöllun Deadline um málið kemur fram að TMZ hafi birt nærmyndir af líki söngvarans og greinilegt að um Liam Payne var að ræða vegna húðflúra hans. Þar segir að miðilinn hafi verið harðlega gagnrýndur í kjölfarið af aðdáendum hans og vinum.
Þeirra á meðal er kanadíska söngkonan Alessia Cara sem sagði miðilinn einstaklega ógeðfelldan. Í umfjöllun Deadline kemur fram að TMZ hafi ekki brugðist við gagnrýninni með öðrum hætti en þeim að fjarlæga myndirnar. Aðrir aðdáendur söngvarans kölluðu eftir því að miðillinn yrði sviptur leyfi sínu til fjölmiðlunar, umfjöllun hans um andlát söngvarans væri hörmulegur.
TMZ hefur sérhæft sig í slúðurfréttum af Hollywood stjörnum og birtir reglulega myndir papparassa. Miðillinn hefur oft og mörgum sinnum verið gagnrýndur fyrir fréttaflutning sinn og jafnframt stefnt, meðal annars vegna umfjöllunar sinnar um andlát körfuboltamannsins Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi árið 2020.
TMZ posted edited photos of Liam Payne's dead body in this article, then really had the nerve & audacity to write 'Click to read more'.
— Adam (@AdamJoseph____) October 16, 2024
What an indefensible, reprehensible & disrespectful thing to have done. This is a human being who has friends & family. https://t.co/PaZe0AhR7v