Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 20:37 Sigþrúður Ármann. Aðsend Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigþrúði. Fyrir síðustu kosningar árið 2021 sóttist hún eftir þriðja sæti listans en skipaði á endanum 6. sæti. Hún er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu eftir að Arnar Þór Jónsson sagði sig úr flokknum á kjörtímabilinu. Óli Björn Kárason tilkynnti það í dag að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum, en hann skipaði 4. sæti listans í síðustu kosningum. Sigþrúður sækist því eftir sæti hans. „Ég brenn fyrir málefnum atvinnulífsins, vegna þess að sterkt og öflugt atvinnulíf er forsenda verðmætasköpunar og verðmætasköpun er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og skapa samfélag á Íslandi sem gott er að lifa og starfa í,“ segir hún í tilkynningunni Hún sé fædd og uppalin í heimi viðskipta og sé í dag framkvæmdastjóri auk þess að vera einn eiganda og stjórnarformaður harðfiskverkunar í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Ég þekki það á eigin skinni: hvernig það er að verða að eiga fyrir launagreiðslum starfsfólksins míns um hver mánaðarmót hvernig það er að greiða tryggingagjald sem er skattur á fyrirtæki fyrir að hafa starfsfólk í vinnu hvernig það er að þurfa að skera niður þegar kreppir að hvernig það er að takast á við vaxtahækkanir hve skrifræðið og kröfurnar eru orðnar íþyngjandi og skilningur á rekstri fyrirtækja í ákveðnum tilfellum lítill hve mikilvægt það er að huga að nýsköpun og framþróun hve þýðingarmikið það er að hafa jákvæða hvata og sækja stöðugt fram í stað þess að staðna Það skiptir miklu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rödd atvinnulífsins heyrist á Alþingi og að flokkurinn framfylgi stefnu sinni um að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið og nýti krafta einstaklingsins til fulls. Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðar. Ég býð fram krafta mína.” Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigþrúði. Fyrir síðustu kosningar árið 2021 sóttist hún eftir þriðja sæti listans en skipaði á endanum 6. sæti. Hún er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu eftir að Arnar Þór Jónsson sagði sig úr flokknum á kjörtímabilinu. Óli Björn Kárason tilkynnti það í dag að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum, en hann skipaði 4. sæti listans í síðustu kosningum. Sigþrúður sækist því eftir sæti hans. „Ég brenn fyrir málefnum atvinnulífsins, vegna þess að sterkt og öflugt atvinnulíf er forsenda verðmætasköpunar og verðmætasköpun er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og skapa samfélag á Íslandi sem gott er að lifa og starfa í,“ segir hún í tilkynningunni Hún sé fædd og uppalin í heimi viðskipta og sé í dag framkvæmdastjóri auk þess að vera einn eiganda og stjórnarformaður harðfiskverkunar í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Ég þekki það á eigin skinni: hvernig það er að verða að eiga fyrir launagreiðslum starfsfólksins míns um hver mánaðarmót hvernig það er að greiða tryggingagjald sem er skattur á fyrirtæki fyrir að hafa starfsfólk í vinnu hvernig það er að þurfa að skera niður þegar kreppir að hvernig það er að takast á við vaxtahækkanir hve skrifræðið og kröfurnar eru orðnar íþyngjandi og skilningur á rekstri fyrirtækja í ákveðnum tilfellum lítill hve mikilvægt það er að huga að nýsköpun og framþróun hve þýðingarmikið það er að hafa jákvæða hvata og sækja stöðugt fram í stað þess að staðna Það skiptir miklu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rödd atvinnulífsins heyrist á Alþingi og að flokkurinn framfylgi stefnu sinni um að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið og nýti krafta einstaklingsins til fulls. Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðar. Ég býð fram krafta mína.”
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira